Lífið

Ásgeir söng fyrir Stiller

Margt var um manninn á skemmtistaðnum Rúbín á fimmtudagskvöldið en þar var botninn sleginn í tökur á Hollywood-myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Leikstjórinn og leikarinn Ben Stiller stýrði gleðskapnum og hélt meðal annars ræðu fyrir gesti.

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag, Ásgeir Trausti, var fenginn til að leika ljúfa tóna sem féllu víst kramið hjá Hollywood-liðinu sem og íslenskum aðstandendum myndarinnar.

Plötusnúðurinn Danni Deluxe sá svo um að halda stuðinu uppi fram eftir nóttu. Meðal gesta var athafnamaðurinn Jón Ólafsson og leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem fór með hlutverk í myndinni og lýsti Stiller meðal annars yfir ánægju sinni með Ólaf á Twitter.

Stiller hefur verið iðinn við lýsa yfir hrifningu sinni á landi og þjóð á samskiptasíðunni á meðan hann hefur dvalið hér á landi. Seinasti tökudagur var á fimmtudaginn en Stiller hefur flakkað á milli landshluta. Íbúar Stykkishólms, Seyðisfjarðar og Borgarness hafa sérstaklega orðið varir við innrás Hollywood þar sem meðal annars Geirabakarí í Borgarnesi var breytt í veitingastað fyrir hvíta tjaldið. Margir verða eflaust spenntir að berja myndina augum en áætluð frumsýning er 25. desember 2013 vestanhafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.