Óskarinn eins og að komast á hæsta tind veraldar 2. október 2012 02:00 Danski leikstjórinn Susanne Bier hlaut heiðursverðlaun Riff. Hún segir kvikmyndir sínar fjalla um ástina, lífið og fyrirgefninguna. Susanne Bier kvikmyndaleikstjóri var sæmd heiðursverðlaunum Riff á Bessastöðum á laugardag. Danski leikstjórinn Susanne Bier hlaut heiðursverðlaun Riff á Bessastöðum á laugardag. Blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með Bier að athöfninni lokinni og fræddist um líf hennar og feril. Bier fæddist í Kaupmannahöfn árið 1960 og er af gyðingaættum. Foreldrar hennar kynntust í Svíþjóð eftir að hafa flúið heimili sín í Danmörku árið 1943. Bier segir barnæsku sína hafa verið gleðilega þótt hún hafi oft orðið vör við menningarlegan mun á sér og öðrum sökum bakgrunns síns. Hún nam arkitektúr við háskólann í Jerúsalem en breytti síðar um stefnu og árið 1987 útskrifaðist hún frá Den Danske Filmskole. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að leggja kvikmyndagerð fyrir þig? „Ég ákvað að skipta um fag þegar ég komst að því að ég hafði meiri áhuga á fólkinu sem kæmi til með að búa í húsunum sem ég teiknaði en húsunum sjálfum. Fyrir mér var þetta því mjög eðlileg þróun,“ útskýrir Bier. Hún vakti mikla athygli árið 1999 með gamanmyndinni Den eneste ene með Sidse Babett Knudsen, Niels Olsen, Rafael Edholm og Papriku Steen í aðalhlutverkum. Myndin þótti marka spor í danskri kvikmyndagerð á sínum tíma og hlaut bæði Robert-verðlaunin og Bodil-kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd þess árs. Kvikmyndafræðingar hafa haldið því fram að verk Bier séu harmleikir sem fjalli gjarnan um sársauka og fyrirgefningu en sjálf vill hún ekki samþykkja þá greiningu. „Mér finnst það ekki rétt greining, það má greina von í öllum verkum mínum. Áherslan er ekki á sársauka, þó persónurnar upplifi hann kannski, heldur fjalla myndirnar um lífið og fyrirgefninguna.“ Margar takast einnig á við framhjáhald, ekki satt? „Eins og ég segi, þá fjalla verk mín um lífið og mér virðist sem framhjáhald eigi sér stað í mörgum samböndum. Ætli það megi ekki segja að meginþema mynda minna sé ástin í öllum sínum birtingarmyndum. Stundum finnst ástin í framhjáhaldi.“ Í myndum þínum má oft finna alþjóðlegan hóp leikara, af hverju er það? „Mér finnst gaman að blanda saman menningarheimum í myndunum, kannski hefur það eitthvað með bakgrunn minn að gera. Í nýjustu mynd minni, Den skaldede frisør, leikur Pierce Brosnan til dæmis breskan mann sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Mér finnst sagan ekki trúverðug ef ég fjalla bara um einn menningarheim. Í raunveruleikanum ægir þeim saman.“ Kvikmyndin Things We Lost in the Fire var fyrsta Hollywood-myndin þín. Er mikill munur á að leikstýra slíkri mynd og danskri dogma-mynd? „Það finnst mér ekki. Munurinn felst helst í föruneyti leikaranna. Þessir bandarísku eru með stærra fylgdarlið með sér og jafnvel eigin sminku og stílista. Í Hollywood eru líka hærri fjárhæðir í húfi og því eftirlit með framleiðslunni meira en vinnan er í grunninn eins á báðum stöðum.“ Bier á tvö börn, soninn Gabriel sem er hálfíslenskur og dótturina Esther. Þótt langir vinnudagar fylgi starfi leikstjóra þótti henni aldrei erfitt að sameina barnauppeldi og vinnu. Á sínum yngri árum dreymdi hana þó um að eignast stóra fjölskyldu og lifa hefðbundnu og trúarlegu lífi. „Ég er ekki sérstaklega trúuð en mér hefur alltaf þótt hugmyndin um slíkt líf heillandi. Ætli flestir eigi sér ekki „skuggalíf“, það líf sem hefði geta orðið, og þetta er mitt „skuggalíf“.“ Bier hlaut Óskarsverðlaunin í fyrra fyrir kvikmyndina Hævnen sem var valin besta erlenda mynd síðasta árs. Verðlaunastyttuna geymir hún á skrifborði sínu. „Það breytir ýmsu að fá Óskarinn, það opnar ýmsar dyr og auðveldar margt. Það er líka frábær tilfinning að hljóta þessi verðlaun. Það er hægt að líkja því við að komast á topp hæsta tinds veraldar; þetta er afrek sem maður gleymir aldrei. Ég hafði stuttu áður unnið Golden Globe-verðlaunin fyrir sömu mynd og það kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Af því ég hafði hlotið þau verðlaun þorði ég að láta mig dreyma um að ég ætti kannski möguleika á Óskarnum og því kom sá sigur minna á óvart. Ég geymi Óskarsstyttuna á skrifborði mínu og ég fyllist miklu þakklæti í hvert sinn sem ég lít hana augum.“ Næsta kvikmynd Bier gerist í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar og skartar Jennifer Lawrence og Bradley Cooper í aðalhlutverkum. sara@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Susanne Bier kvikmyndaleikstjóri var sæmd heiðursverðlaunum Riff á Bessastöðum á laugardag. Danski leikstjórinn Susanne Bier hlaut heiðursverðlaun Riff á Bessastöðum á laugardag. Blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með Bier að athöfninni lokinni og fræddist um líf hennar og feril. Bier fæddist í Kaupmannahöfn árið 1960 og er af gyðingaættum. Foreldrar hennar kynntust í Svíþjóð eftir að hafa flúið heimili sín í Danmörku árið 1943. Bier segir barnæsku sína hafa verið gleðilega þótt hún hafi oft orðið vör við menningarlegan mun á sér og öðrum sökum bakgrunns síns. Hún nam arkitektúr við háskólann í Jerúsalem en breytti síðar um stefnu og árið 1987 útskrifaðist hún frá Den Danske Filmskole. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að leggja kvikmyndagerð fyrir þig? „Ég ákvað að skipta um fag þegar ég komst að því að ég hafði meiri áhuga á fólkinu sem kæmi til með að búa í húsunum sem ég teiknaði en húsunum sjálfum. Fyrir mér var þetta því mjög eðlileg þróun,“ útskýrir Bier. Hún vakti mikla athygli árið 1999 með gamanmyndinni Den eneste ene með Sidse Babett Knudsen, Niels Olsen, Rafael Edholm og Papriku Steen í aðalhlutverkum. Myndin þótti marka spor í danskri kvikmyndagerð á sínum tíma og hlaut bæði Robert-verðlaunin og Bodil-kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd þess árs. Kvikmyndafræðingar hafa haldið því fram að verk Bier séu harmleikir sem fjalli gjarnan um sársauka og fyrirgefningu en sjálf vill hún ekki samþykkja þá greiningu. „Mér finnst það ekki rétt greining, það má greina von í öllum verkum mínum. Áherslan er ekki á sársauka, þó persónurnar upplifi hann kannski, heldur fjalla myndirnar um lífið og fyrirgefninguna.“ Margar takast einnig á við framhjáhald, ekki satt? „Eins og ég segi, þá fjalla verk mín um lífið og mér virðist sem framhjáhald eigi sér stað í mörgum samböndum. Ætli það megi ekki segja að meginþema mynda minna sé ástin í öllum sínum birtingarmyndum. Stundum finnst ástin í framhjáhaldi.“ Í myndum þínum má oft finna alþjóðlegan hóp leikara, af hverju er það? „Mér finnst gaman að blanda saman menningarheimum í myndunum, kannski hefur það eitthvað með bakgrunn minn að gera. Í nýjustu mynd minni, Den skaldede frisør, leikur Pierce Brosnan til dæmis breskan mann sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Mér finnst sagan ekki trúverðug ef ég fjalla bara um einn menningarheim. Í raunveruleikanum ægir þeim saman.“ Kvikmyndin Things We Lost in the Fire var fyrsta Hollywood-myndin þín. Er mikill munur á að leikstýra slíkri mynd og danskri dogma-mynd? „Það finnst mér ekki. Munurinn felst helst í föruneyti leikaranna. Þessir bandarísku eru með stærra fylgdarlið með sér og jafnvel eigin sminku og stílista. Í Hollywood eru líka hærri fjárhæðir í húfi og því eftirlit með framleiðslunni meira en vinnan er í grunninn eins á báðum stöðum.“ Bier á tvö börn, soninn Gabriel sem er hálfíslenskur og dótturina Esther. Þótt langir vinnudagar fylgi starfi leikstjóra þótti henni aldrei erfitt að sameina barnauppeldi og vinnu. Á sínum yngri árum dreymdi hana þó um að eignast stóra fjölskyldu og lifa hefðbundnu og trúarlegu lífi. „Ég er ekki sérstaklega trúuð en mér hefur alltaf þótt hugmyndin um slíkt líf heillandi. Ætli flestir eigi sér ekki „skuggalíf“, það líf sem hefði geta orðið, og þetta er mitt „skuggalíf“.“ Bier hlaut Óskarsverðlaunin í fyrra fyrir kvikmyndina Hævnen sem var valin besta erlenda mynd síðasta árs. Verðlaunastyttuna geymir hún á skrifborði sínu. „Það breytir ýmsu að fá Óskarinn, það opnar ýmsar dyr og auðveldar margt. Það er líka frábær tilfinning að hljóta þessi verðlaun. Það er hægt að líkja því við að komast á topp hæsta tinds veraldar; þetta er afrek sem maður gleymir aldrei. Ég hafði stuttu áður unnið Golden Globe-verðlaunin fyrir sömu mynd og það kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Af því ég hafði hlotið þau verðlaun þorði ég að láta mig dreyma um að ég ætti kannski möguleika á Óskarnum og því kom sá sigur minna á óvart. Ég geymi Óskarsstyttuna á skrifborði mínu og ég fyllist miklu þakklæti í hvert sinn sem ég lít hana augum.“ Næsta kvikmynd Bier gerist í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar og skartar Jennifer Lawrence og Bradley Cooper í aðalhlutverkum. sara@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira