Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar 5. október 2012 03:00 Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtakanna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúmlega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á miðvikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Outlaws við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Sextán voru handteknir, langflestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Outlaws eða stuðningsklúbbum samtakanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkrir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í annarri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar eggvopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerðin í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglumenn tóku þátt í henni, meðal annars vopnaðir liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira