Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar Erna Hauksdóttir skrifar 10. október 2012 00:00 Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun