Hvers vegna nýjan Álftanesveg? Pálmi Freyr Randversson skrifar 10. október 2012 00:00 Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar