Svo margt sameiginlegt Stefan Füle skrifar 11. október 2012 00:00 Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun