Sameining Garðabæjar og Álftaness María Grétarsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun