Fellum tillögu stjórnlagaráðs Haukur Arnþórsson skrifar 11. október 2012 00:01 Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun