Illviljinn meiðir Guðrún Pétursdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins.
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun