Glötuð tækifæri Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 12. október 2012 00:00 Nú þegar fjögur ár eru liðin frá Hruni er rétt að líta um öxl og gráta það sem ekki var gert á meðan samfélagið öslaði peningana upp að hnjám og Íslendingar voru öðrum þjóðum fremri í flestu. Við hefðum átt að koma okkur upp okkar eigin sjálfstæðu geimrannsóknaráætlun með því lokatakmarki að senda fyrsta mannaða geimfarið til Mars ekki seinna en 2013. Við hefðum átt að leggja Reykjavíkurflugvöll í stokk. Við hefðum átt að leggja kampavínsleiðslur í hvert hús svo fólk gæti drukkið þann vinsæla drykk eða baðað sig upp úr honum án þess að þurfa að pæla í afgreiðslutíma Vínbúðanna. Við hefðum átt að gullhúða alla ljósastaura. Við hefðum átt að leyfa apa- og gíraffahald í þéttbýli. Við hefðum átt að veita fólki raunhæfa möguleika á að reisa sér almennilega kastala að erlendri fyrirmynd til að búa í. Því að húka í fimm hundruð fermetrum þegar hægt er að breiða úr sér á fimm þúsund? Við hefðum átt að reisa þyrlupalla við mikilvæga staði í höfuðborginni, svo sem við Sævar Karl, Kauphöllina, Leonard og Range Rover umboðið. Við hefðum átt að fylla upp í Tjörnina í Reykjavík og byggja þar skrifstofuturna með gólfefnum úr fílatönnum. Við hefðum ekki átt að láta nægja áform um að gefa út 10 þúsund króna seðil. Af hverju ekki 50 þúsund eða 100 þúsund? Við hefðum átt að höggva andlit fjögurra merkustu Íslendinganna í Esjuna að undangenginni hugmyndasamkeppni um hverjir væru þess verðugir. Við hefðum átt að taka að okkur að veita Nóbelsverðlaunin í viðskiptum og leggja til myndarlegt verðlaunafé. Og síðast en ekki síst: Við hefðum átt að berjast fyrir því að Ísland fengi einnar tölu landssímanúmer, eða alla vega tveggja. 354 er eitthvað svo þriðjaflokks. En á þessum klikkuðum við og þá er bara að bíða þangað til næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Nú þegar fjögur ár eru liðin frá Hruni er rétt að líta um öxl og gráta það sem ekki var gert á meðan samfélagið öslaði peningana upp að hnjám og Íslendingar voru öðrum þjóðum fremri í flestu. Við hefðum átt að koma okkur upp okkar eigin sjálfstæðu geimrannsóknaráætlun með því lokatakmarki að senda fyrsta mannaða geimfarið til Mars ekki seinna en 2013. Við hefðum átt að leggja Reykjavíkurflugvöll í stokk. Við hefðum átt að leggja kampavínsleiðslur í hvert hús svo fólk gæti drukkið þann vinsæla drykk eða baðað sig upp úr honum án þess að þurfa að pæla í afgreiðslutíma Vínbúðanna. Við hefðum átt að gullhúða alla ljósastaura. Við hefðum átt að leyfa apa- og gíraffahald í þéttbýli. Við hefðum átt að veita fólki raunhæfa möguleika á að reisa sér almennilega kastala að erlendri fyrirmynd til að búa í. Því að húka í fimm hundruð fermetrum þegar hægt er að breiða úr sér á fimm þúsund? Við hefðum átt að reisa þyrlupalla við mikilvæga staði í höfuðborginni, svo sem við Sævar Karl, Kauphöllina, Leonard og Range Rover umboðið. Við hefðum átt að fylla upp í Tjörnina í Reykjavík og byggja þar skrifstofuturna með gólfefnum úr fílatönnum. Við hefðum ekki átt að láta nægja áform um að gefa út 10 þúsund króna seðil. Af hverju ekki 50 þúsund eða 100 þúsund? Við hefðum átt að höggva andlit fjögurra merkustu Íslendinganna í Esjuna að undangenginni hugmyndasamkeppni um hverjir væru þess verðugir. Við hefðum átt að taka að okkur að veita Nóbelsverðlaunin í viðskiptum og leggja til myndarlegt verðlaunafé. Og síðast en ekki síst: Við hefðum átt að berjast fyrir því að Ísland fengi einnar tölu landssímanúmer, eða alla vega tveggja. 354 er eitthvað svo þriðjaflokks. En á þessum klikkuðum við og þá er bara að bíða þangað til næst.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun