Fjórir af fimm fastir á Kleppi Sunna Valgerðardóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Mynd/Vilhelm Tuttugu einstaklingar sitja nú fastir á Kleppi eftir að hafa lokið endurhæfingu. Ástæðan er að framhaldsúrræði skortir hjá sveitarfélögunum. Forsvarsmenn spítalans segja ástandið sérstaklega slæmt í Kópavogi, Hafnarfirði og Árborg, en mikið sé nú um að sjúklingar flytji lögheimili sitt til Reykjavíkur eða Reykjanesbæjar til að komast á biðlista eftir úrræðum. Dæmi séu um að sjúklingar festist á Kleppi í meira en ár eftir að meðferð þeirra ljúki. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppi, segir ástandið alvarlegt og gagnrýnir framgöngu sveitarfélaganna harðlega. "Niðurstaðan er einfaldlega sú að sveitarfélögin standa mjög illa að málefnum geðfatlaðra og félagsleg úrræði eru af afskaplega skornum skammti," segir hann. Hægt hafi mikið á ferlinu eftir að málaflokkurinn færðist frá ríki yfir á sveitarfélög fyrir tveimur árum. Fjárhagsstaða margra sjúklinga er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu. Þá missa menn örorkubætur eftir að hafa legið ákveðinn tíma inni á spítala og fara þá yfir á dagpeninga, sem eru um fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Algengt er að sjúklingar reyki sígarettur en það gerir að verkum að þeir hafa oft ekki meira en tíu þúsund krónur til ráðstöfunar eftir að hafa keypt tóbak fyrir mánuðinn. Smálán sliga sjúklinga við innkomuSmálán eru nýtt og aðkallandi vandamál meðal sjúklinga á Kleppi. Halldór og Sylvía sammælast um að það færist í vöxt að fólk komi inn með miklar skuldir og hafi fest í vítahring smálánanna. "Þeir kunna á tölvu, slá inn kennitölu og svo byrjar vítahringurinn," segir Halldór. "Þeir skulda margir háar fjárhæðir þegar þeir koma hingað inn." Sjúklingar missa örorkubæturnar sínar eftir að hafa legið inni á geðdeild í sex mánuði á ári. Þá fara þeir á dagpeninga sem eru um 40 þúsund krónur á mánuði. Margir hverjir reykja pakka af sígarettum á dag, sem skilur þá eftir um tíu þúsund krónur til að lifa, svo engir möguleikar eru á að safna sér peningum fyrir útborgun í íbúð eða borga leigu. Meðferð í dag Sjúklingar koma á Klepp annaðhvort frá Hringbraut eða frá kjörnum og sambýlum til meðferðar og lyfjagjafar. Stíf endurhæfingaráætlun er fyllt út dag hvern og farið er yfir atburði dagsins með sjúklingunum á kvöldin. Fastir liðir eins og gönguferðir, líkamsrækt, jóga og iðjuþjálfun er sett í stundatöflu sjúklinga, en þeir fá einnig töluvert að segja um meðferð sína sjálfir. Mikil áhersla er lögð á félagslega endurhæfingu til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum sjúkdómi til að komast aftur út í samfélagið. Kleppur í 100 ár - Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur – 1934Frá árinu 1932 voru tveir spítalar á Kleppi og þeim haldið algjörlega aðskildum. Gjörólíkar lækningaaðferðir voru notaðar á spítölunum tveimur, en Helgi Tómasson geðlæknir tók að lokum við rekstri þeirra beggja. Á Gamla-Kleppi voru meðal annars stundaðar vatnslækningar lengi vel, þar sem sjúklingar voru baðaðir til skiptis í heitu og köldu vatni. Helgi Tómasson tók að lokum alfarið fyrir slíkar aðferðir og einbeitti sér að lyfjagjöf, en hann er sagður upphafsmaður nútímageðlækninga á Íslandi. "Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur, ólar og belti sem notuð höfðu verið á sjúklingana. Þetta heyrði til algjörra undantekninga í geðlækningum samtímans enda voru sjúklingar víðast hvar bundnir niður í öllum nágrannalöndunum. Þetta vakti mikla athygli á þeirri meðferð sem rekin var á Kleppi." Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. 13. október 2012 19:05 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Tuttugu einstaklingar sitja nú fastir á Kleppi eftir að hafa lokið endurhæfingu. Ástæðan er að framhaldsúrræði skortir hjá sveitarfélögunum. Forsvarsmenn spítalans segja ástandið sérstaklega slæmt í Kópavogi, Hafnarfirði og Árborg, en mikið sé nú um að sjúklingar flytji lögheimili sitt til Reykjavíkur eða Reykjanesbæjar til að komast á biðlista eftir úrræðum. Dæmi séu um að sjúklingar festist á Kleppi í meira en ár eftir að meðferð þeirra ljúki. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppi, segir ástandið alvarlegt og gagnrýnir framgöngu sveitarfélaganna harðlega. "Niðurstaðan er einfaldlega sú að sveitarfélögin standa mjög illa að málefnum geðfatlaðra og félagsleg úrræði eru af afskaplega skornum skammti," segir hann. Hægt hafi mikið á ferlinu eftir að málaflokkurinn færðist frá ríki yfir á sveitarfélög fyrir tveimur árum. Fjárhagsstaða margra sjúklinga er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu. Þá missa menn örorkubætur eftir að hafa legið ákveðinn tíma inni á spítala og fara þá yfir á dagpeninga, sem eru um fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Algengt er að sjúklingar reyki sígarettur en það gerir að verkum að þeir hafa oft ekki meira en tíu þúsund krónur til ráðstöfunar eftir að hafa keypt tóbak fyrir mánuðinn. Smálán sliga sjúklinga við innkomuSmálán eru nýtt og aðkallandi vandamál meðal sjúklinga á Kleppi. Halldór og Sylvía sammælast um að það færist í vöxt að fólk komi inn með miklar skuldir og hafi fest í vítahring smálánanna. "Þeir kunna á tölvu, slá inn kennitölu og svo byrjar vítahringurinn," segir Halldór. "Þeir skulda margir háar fjárhæðir þegar þeir koma hingað inn." Sjúklingar missa örorkubæturnar sínar eftir að hafa legið inni á geðdeild í sex mánuði á ári. Þá fara þeir á dagpeninga sem eru um 40 þúsund krónur á mánuði. Margir hverjir reykja pakka af sígarettum á dag, sem skilur þá eftir um tíu þúsund krónur til að lifa, svo engir möguleikar eru á að safna sér peningum fyrir útborgun í íbúð eða borga leigu. Meðferð í dag Sjúklingar koma á Klepp annaðhvort frá Hringbraut eða frá kjörnum og sambýlum til meðferðar og lyfjagjafar. Stíf endurhæfingaráætlun er fyllt út dag hvern og farið er yfir atburði dagsins með sjúklingunum á kvöldin. Fastir liðir eins og gönguferðir, líkamsrækt, jóga og iðjuþjálfun er sett í stundatöflu sjúklinga, en þeir fá einnig töluvert að segja um meðferð sína sjálfir. Mikil áhersla er lögð á félagslega endurhæfingu til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum sjúkdómi til að komast aftur út í samfélagið. Kleppur í 100 ár - Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur – 1934Frá árinu 1932 voru tveir spítalar á Kleppi og þeim haldið algjörlega aðskildum. Gjörólíkar lækningaaðferðir voru notaðar á spítölunum tveimur, en Helgi Tómasson geðlæknir tók að lokum við rekstri þeirra beggja. Á Gamla-Kleppi voru meðal annars stundaðar vatnslækningar lengi vel, þar sem sjúklingar voru baðaðir til skiptis í heitu og köldu vatni. Helgi Tómasson tók að lokum alfarið fyrir slíkar aðferðir og einbeitti sér að lyfjagjöf, en hann er sagður upphafsmaður nútímageðlækninga á Íslandi. "Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur, ólar og belti sem notuð höfðu verið á sjúklingana. Þetta heyrði til algjörra undantekninga í geðlækningum samtímans enda voru sjúklingar víðast hvar bundnir niður í öllum nágrannalöndunum. Þetta vakti mikla athygli á þeirri meðferð sem rekin var á Kleppi." Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. 13. október 2012 19:05 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01
Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01
Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00
Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. 13. október 2012 19:05