Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga 17. október 2012 06:00 Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun