Skoða mismunun í dönskum háskóla Þorgils Jónsson skrifar 19. október 2012 06:00 Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hefur neitað íslenskum námsmönnum um skólavist vegna meintrar vankunnáttu í dönsku. Mynd/CBS Menntamálaráðuneytið kannar nú hvort íslenskir námsmenn hafi mátt þola mismunun þegar þeim hefur verið synjað um skólavist við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) vegna meintrar ófullnægjandi dönskukunnáttu. Skólinn krefst þess að íslenskir umsækjendur hafi lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla. Þó að dönskum skólum sé almennt frjálst að setja sín eigin inntökuskilyrði kannar íslenska menntamálaráðuneytið nú hvort um mismunun sé að ræða. Í samningum milli Norðurlandanna er miðað við að öll Norðurlandamál séu metin til jafns milli landanna. Óvíst er hversu margir Íslendingar hafa þurft að hætta við að sækja nám í Danmörku vegna málsins, en samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn hafa sex námsmenn kvartað undan CBS vegna svipaðra mála. Þrír þeirra hafa kært ákvörðunina til menntamálaráðuneytisins. María Ósk Bender er á meðal þeirra, en hún flutti út með fjölskyldu sína í sumar, í góðri trú um að hún fengi að hefja meistaranám í mannauðsstjórnun í CBS. Hún hafði fengið inni í skólanum en var svo beðin um að senda inn upplýsingar um námsferil í dönsku. „Þá byrjaði ballið. Skólinn krafðist átján eininga í dönsku en níu einingar þarf til stúdentsprófs á Íslandi. Það er í raun einstakt að nokkrir hafi lokið átján einingum.“María Ósk BenderMaría fékk einmitt það uppáskrifað frá menntamálaráðuneytinu og sendi út til skólans. „Þá hélt ég að ég væri orðin gulltryggð, og við fluttum út. Svo var ég búin að vera í skólanum í viku þegar ég fæ loks svar og þeir halda því til streitu að hægt sé að ná átján einingum á Íslandi.“ María hefur kært úrskurðinn til yfirstjórnar skólans, en er ekki bjartsýn á að það gangi eftir, því að annar Íslendingur hefur þegar fengið synjun og kært það til danskra menntamálayfirvalda. María segir framhaldið í óvissu hjá fjölskyldunni, en heimför er ekki á döfinni. „Það er ekki til umræðu. Við erum komin hér út og stelpurnar okkar eru byrjaðar á leikskóla. Nú ætla ég að leita að vinnu og skrá mig í fjarnám eftir áramót. Svo sjáum við til hvort rætist ekki úr málunum, en þetta blessast örugglega allt á endanum.“ Í svari frá íslenska menntamálaráðuneytinu segir að mál námsmannanna ættu að skýrast brátt. Skóla - og menntamál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Menntamálaráðuneytið kannar nú hvort íslenskir námsmenn hafi mátt þola mismunun þegar þeim hefur verið synjað um skólavist við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) vegna meintrar ófullnægjandi dönskukunnáttu. Skólinn krefst þess að íslenskir umsækjendur hafi lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla. Þó að dönskum skólum sé almennt frjálst að setja sín eigin inntökuskilyrði kannar íslenska menntamálaráðuneytið nú hvort um mismunun sé að ræða. Í samningum milli Norðurlandanna er miðað við að öll Norðurlandamál séu metin til jafns milli landanna. Óvíst er hversu margir Íslendingar hafa þurft að hætta við að sækja nám í Danmörku vegna málsins, en samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn hafa sex námsmenn kvartað undan CBS vegna svipaðra mála. Þrír þeirra hafa kært ákvörðunina til menntamálaráðuneytisins. María Ósk Bender er á meðal þeirra, en hún flutti út með fjölskyldu sína í sumar, í góðri trú um að hún fengi að hefja meistaranám í mannauðsstjórnun í CBS. Hún hafði fengið inni í skólanum en var svo beðin um að senda inn upplýsingar um námsferil í dönsku. „Þá byrjaði ballið. Skólinn krafðist átján eininga í dönsku en níu einingar þarf til stúdentsprófs á Íslandi. Það er í raun einstakt að nokkrir hafi lokið átján einingum.“María Ósk BenderMaría fékk einmitt það uppáskrifað frá menntamálaráðuneytinu og sendi út til skólans. „Þá hélt ég að ég væri orðin gulltryggð, og við fluttum út. Svo var ég búin að vera í skólanum í viku þegar ég fæ loks svar og þeir halda því til streitu að hægt sé að ná átján einingum á Íslandi.“ María hefur kært úrskurðinn til yfirstjórnar skólans, en er ekki bjartsýn á að það gangi eftir, því að annar Íslendingur hefur þegar fengið synjun og kært það til danskra menntamálayfirvalda. María segir framhaldið í óvissu hjá fjölskyldunni, en heimför er ekki á döfinni. „Það er ekki til umræðu. Við erum komin hér út og stelpurnar okkar eru byrjaðar á leikskóla. Nú ætla ég að leita að vinnu og skrá mig í fjarnám eftir áramót. Svo sjáum við til hvort rætist ekki úr málunum, en þetta blessast örugglega allt á endanum.“ Í svari frá íslenska menntamálaráðuneytinu segir að mál námsmannanna ættu að skýrast brátt.
Skóla - og menntamál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira