Ég þurfti að skrifa þessa bók 20. október 2012 00:01 J.K.Rowling Nýjasta bók hennar, The Casual Vacancy, kemur út á íslensku í nóvember. The Casual Vacancy er gjörólík Harry Potter. Hvers vegna vildirðu skrifa þessa bók? „Ég fékk hugmyndina um borð í flugvél í þetta sinn, ekki lest, og varð strax spennt fyrir henni. Eins og Harry Potter er þetta saga um siðferði og dauðleika nema hún gerist í samtímanum. Sögusviðið er lítið samfélag og krafðist þess að ég skrifaði um persónur á fullorðinsaldri, allt upp í sjötugsaldur. Ég er yfir mig hrifin af nítjándu aldar skáldsögum sem gerast í litlum bæjum eða þorpum. Þetta er mín tilraun til að gera samtímaútgáfu af slíkri sögu.Hvers vegna heitir hún „Casual Vacancy" (Laust sæti)? Komu aðrir titlar til greina? Vinnuheitið var „Responsible" (Ábyrgð), því grunnstefið er hversu mikla ábyrgð hvert og eitt okkar ber á því hvar við erum stödd í lífinu – hamingju okkar, heilsu og auðlegð – og einnig ábyrgðina sem við berum gagnvart öðru fólki – mökum okkar, börnum og ytra samfélagi. Þegar ég rakst hins vegar á orðalagið „Casual Vacancy", sem er rétt orðalag fyrir það þegar sóknarsæti losnar vegna skyndilegs fráfalls, vissi ég um leið að þarna væri titillinn kominn. Þetta er margræður titill fyrir mitt leyti. Í fyrsta lagi virtist mér sem stærsta „lausa sætið" væri dauðinn sjálfur, sem gerir oft ekki boð á undan sér og skilur eftir sig tómarúm sem ekki verður fyllt. Ég var líka meðvituð um að allar persónurnar í bókinni búa yfir annmarka eða skortir eitthvað í lífi sínu sem þær reyna að fylla á einn eða annan hátt: með mat, drykk, eiturlyfjum, dagdraumum eða uppreisnargjarnri hegðun. Þetta mætti líka kalla „laus sæti": litlu gloppurnar í lífi okkar, sem við erum ekki endilega meðvituð um, en finnum engu að síður fyrir þörf til að laga. Fæst við algild efniBókinni hefur verið lýst sem kolsvartri kómedíu. Geturðu sagt okkur aðeins frá því? „Húmorinn er býsna dimmur, en sjálf myndi ég ekki lýsa bókinni sem svartri kómedíu. Kannski gamanharmleik!Finnst þér þetta vera sérlega bresk skáldsaga? Að hve miklu leyti er hún um Bretland í dag og að hve miklu leyti um algild efni? „Þótt sögusviðið og persónurnar séu breskar er ég að fást við algilt efni. Félagslegu þættirnir eiga við alls staðar: hjónaband og hjúskaparvandamál, togstreita milli foreldra og barna, hugmyndafræðilegur ágreiningur um áhersluna á annars vegar sjálfsbjargarviðleitni og hins vegar stuðning frá hinu opinbera.Þetta er bók um samfélag aðskilnaðar – meðal annars milli fullorðinna og barna. Hvers vegna? „Fjölskyldur í þróuðum, vestrænum samfélögum upplifa sífellt meiri tímaskort. Börn og unglingar nú til dags fá því annars konar uppeldi en við sem ólumst upp á sjötta og sjöunda áratugnum. Það er líka geypilegt bil milli kynslóðanna í samskiptatækni. Facebook, Twitter og SMS-skilaboð eru yfirráðasvæði hinna ungu og ég held að eitt af verkefnum foreldra nú til dags, enn frekar en fyrri kynslóða, sé að skilja fyllilega ýmis mál og viðfangsefni tengd samfélagsmiðlum, sem koma fullorðnum oft framandi fyrir sjónir.Hvers vegna viltu skrifa um unglinga? „Ég hugsa að það sé vegna þess að unglingar eru svo brothættir, þrátt fyrir þá neikvæðu mynd sem er stundum dregin upp af unglingum sem hættulegum skemmdarvörgum. Þetta er mjög viðkvæmt aldursskeið. Þegar maður slítur barnskónum rennur upp fyrir manni að það þarf að lifa þessu lífi, með öllu því sem það felur í sér. Maður verður meðvitaður um lífið og tímann sem líður, sem barnið gerir sér ekki skýra grein fyrir á sama hátt. Unglingar búa oftar en ekki hjá miðaldra foreldrum. Það er því óstöðugt jafnvægi á heimilinu milli unglingsins, sem áttar sig skyndilega á að hann þarf að taka ákvarðanir í lífinu og ábyrgð á því hvernig það mótast, og foreldranna sem á sama tíma upplifa jafnvel eftirsjá eftir eigin ákvörðunum, hvaða stefnu líf þeirra hefur tekið og verða sífellt meðvitaðri um eigin dauðleika. Þessi blanda getur reynst algjör púðurtunna og er það sannarlega í þessari bók. Viðsnúningur á kjörunumÞú tekst á við alvarleg málefni í bókinni, þar á meðal sjálfsskaðandi hegðun, kynferðislega tilraunastarfsemi, vímuefnamisnotkun og nauðgun. Hvernig rannsakaðir þú þetta? „Ég lagðist ekki í ýtarlegar grunnrannsóknir um þessi málefni. Þótt þetta sé skáldsaga (engin persóna á sér raunverulega fyrirmynd) hef ég á minni dálítið óvenjulegu ævi kynnst fólki sem er eins og þessar persónur. Einu sinni var ég mjög fátæk. Augljóslega hefur orðið fullkominn viðsnúningur á kjörum mínum, og fyrir það er ég mjög þakklát, en ég hef þekkt fólk eins og allar persónurnar í bókinni.Hversu mikið byggir þú á þinni fyrri reynslu sem kennari? „Sú reynsla kom sér mjög vel. Ég kenndi í almenningsskólum þar sem var ekkert inntökuferli og í hverjum bekk voru nemendur af mjög fjölbreyttum toga. Það hjálpaði mér sannarlega við lýsingar á unglingum en ég byggði meira á minni eigin reynslu á því að hafa verið unglingur í slíkum skóla og á eigin minningum um unglingsárin. Hversu vel nýtist reynsla þín sem móðir þér við skriftir? „Það eru margar ólíkar mæður í þessari bók. Þrjár persónur hafa orðið barnshafandi fyrir slysni og í ljósi grunnstefsins um ábyrgð veitti það mér tækifæri til að kanna að hversu miklu leyti líffærafræði kvenna hefur áhrif á líf þeirra, jafnvel nú á dögum getnaðarvarna. Það eru foreldrar sem vilja vel í bókinni, en á heildina litið myndi ég segja að unglingarnir fimm sem koma við sögu hafi allir liðið fyrir mistök sem gerð voru í uppeldi þeirra. Á einu heimilinu eru til dæmis báðir foreldrarnir læknar. Þörfin til að skara fram úr hefur borist niður með kynslóðunum og fyrir vikið þurfa börnin að skara fram úr. Algeng pressa innan millistéttarinnar! Á hinum enda félagslega litrófsins er unglingur sem býr við mjög bág kjör og þarf í raun að vera í hlutverki foreldris gagnvart móður sinni. En foreldrahlutverkið er það erfiðasta í heimi og ég held að það gerði okkur öllum gott að viðurkenna það.Er þetta grunntogstreitan í bókinni? „Þetta veldur mikilli togstreitu en það eru fleiri núningsfletir líka, til dæmis vinna á kostnað fjölskyldulífs. Helsta orsök togstreitu í bókinni er hins vegar langvarandi árekstrar milli grunngilda í bænum Pagford; fallegu sveitaþorpi sem þarf að halda við dýrri fasteign meðan atvinnuleysi og vímuefnavandamál eru útbreidd. Gott að vera laus við skilafrestiHvað hefurðu við þá að segja við þá sem vonuðust eftir einhverju í líkingu við Harry Potter? „Rithöfundur þarf að skrifa það sem hann vill skrifa. Eða öllu heldur það sem hann þarf að skrifa. Ég þurfti að skrifa þessa bók. Ég vona að einhverjir eigi eftir að kunna að meta hana. Það truflar mig ekki þótt sumir geri það ekki og kemst alls ekki í uppnám þótt margir vilji lesa meira um Harry Potter, þvert á móti lít ég á það sem hrós! Ég á án nokkurs vafa eftir að skrifa fyrir börn aftur, því ég ann því mjög og efast um að ég láti nokkurn tímann af því."Hvað tekur nú við? „Ég vil ekki vera tekin á orðinu (því mér finnst ágætt að vera laus undan skilafresti) en ég hugsa að næsta bók verði fyrir börn. Ég er með verk í fartölvunni sem er nálægt því að verða lokið. Ég áskil mér hins vegar fullan rétt til að skipta um skoðun!Þýðing: Bergsteinn Sigurðsson. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
The Casual Vacancy er gjörólík Harry Potter. Hvers vegna vildirðu skrifa þessa bók? „Ég fékk hugmyndina um borð í flugvél í þetta sinn, ekki lest, og varð strax spennt fyrir henni. Eins og Harry Potter er þetta saga um siðferði og dauðleika nema hún gerist í samtímanum. Sögusviðið er lítið samfélag og krafðist þess að ég skrifaði um persónur á fullorðinsaldri, allt upp í sjötugsaldur. Ég er yfir mig hrifin af nítjándu aldar skáldsögum sem gerast í litlum bæjum eða þorpum. Þetta er mín tilraun til að gera samtímaútgáfu af slíkri sögu.Hvers vegna heitir hún „Casual Vacancy" (Laust sæti)? Komu aðrir titlar til greina? Vinnuheitið var „Responsible" (Ábyrgð), því grunnstefið er hversu mikla ábyrgð hvert og eitt okkar ber á því hvar við erum stödd í lífinu – hamingju okkar, heilsu og auðlegð – og einnig ábyrgðina sem við berum gagnvart öðru fólki – mökum okkar, börnum og ytra samfélagi. Þegar ég rakst hins vegar á orðalagið „Casual Vacancy", sem er rétt orðalag fyrir það þegar sóknarsæti losnar vegna skyndilegs fráfalls, vissi ég um leið að þarna væri titillinn kominn. Þetta er margræður titill fyrir mitt leyti. Í fyrsta lagi virtist mér sem stærsta „lausa sætið" væri dauðinn sjálfur, sem gerir oft ekki boð á undan sér og skilur eftir sig tómarúm sem ekki verður fyllt. Ég var líka meðvituð um að allar persónurnar í bókinni búa yfir annmarka eða skortir eitthvað í lífi sínu sem þær reyna að fylla á einn eða annan hátt: með mat, drykk, eiturlyfjum, dagdraumum eða uppreisnargjarnri hegðun. Þetta mætti líka kalla „laus sæti": litlu gloppurnar í lífi okkar, sem við erum ekki endilega meðvituð um, en finnum engu að síður fyrir þörf til að laga. Fæst við algild efniBókinni hefur verið lýst sem kolsvartri kómedíu. Geturðu sagt okkur aðeins frá því? „Húmorinn er býsna dimmur, en sjálf myndi ég ekki lýsa bókinni sem svartri kómedíu. Kannski gamanharmleik!Finnst þér þetta vera sérlega bresk skáldsaga? Að hve miklu leyti er hún um Bretland í dag og að hve miklu leyti um algild efni? „Þótt sögusviðið og persónurnar séu breskar er ég að fást við algilt efni. Félagslegu þættirnir eiga við alls staðar: hjónaband og hjúskaparvandamál, togstreita milli foreldra og barna, hugmyndafræðilegur ágreiningur um áhersluna á annars vegar sjálfsbjargarviðleitni og hins vegar stuðning frá hinu opinbera.Þetta er bók um samfélag aðskilnaðar – meðal annars milli fullorðinna og barna. Hvers vegna? „Fjölskyldur í þróuðum, vestrænum samfélögum upplifa sífellt meiri tímaskort. Börn og unglingar nú til dags fá því annars konar uppeldi en við sem ólumst upp á sjötta og sjöunda áratugnum. Það er líka geypilegt bil milli kynslóðanna í samskiptatækni. Facebook, Twitter og SMS-skilaboð eru yfirráðasvæði hinna ungu og ég held að eitt af verkefnum foreldra nú til dags, enn frekar en fyrri kynslóða, sé að skilja fyllilega ýmis mál og viðfangsefni tengd samfélagsmiðlum, sem koma fullorðnum oft framandi fyrir sjónir.Hvers vegna viltu skrifa um unglinga? „Ég hugsa að það sé vegna þess að unglingar eru svo brothættir, þrátt fyrir þá neikvæðu mynd sem er stundum dregin upp af unglingum sem hættulegum skemmdarvörgum. Þetta er mjög viðkvæmt aldursskeið. Þegar maður slítur barnskónum rennur upp fyrir manni að það þarf að lifa þessu lífi, með öllu því sem það felur í sér. Maður verður meðvitaður um lífið og tímann sem líður, sem barnið gerir sér ekki skýra grein fyrir á sama hátt. Unglingar búa oftar en ekki hjá miðaldra foreldrum. Það er því óstöðugt jafnvægi á heimilinu milli unglingsins, sem áttar sig skyndilega á að hann þarf að taka ákvarðanir í lífinu og ábyrgð á því hvernig það mótast, og foreldranna sem á sama tíma upplifa jafnvel eftirsjá eftir eigin ákvörðunum, hvaða stefnu líf þeirra hefur tekið og verða sífellt meðvitaðri um eigin dauðleika. Þessi blanda getur reynst algjör púðurtunna og er það sannarlega í þessari bók. Viðsnúningur á kjörunumÞú tekst á við alvarleg málefni í bókinni, þar á meðal sjálfsskaðandi hegðun, kynferðislega tilraunastarfsemi, vímuefnamisnotkun og nauðgun. Hvernig rannsakaðir þú þetta? „Ég lagðist ekki í ýtarlegar grunnrannsóknir um þessi málefni. Þótt þetta sé skáldsaga (engin persóna á sér raunverulega fyrirmynd) hef ég á minni dálítið óvenjulegu ævi kynnst fólki sem er eins og þessar persónur. Einu sinni var ég mjög fátæk. Augljóslega hefur orðið fullkominn viðsnúningur á kjörum mínum, og fyrir það er ég mjög þakklát, en ég hef þekkt fólk eins og allar persónurnar í bókinni.Hversu mikið byggir þú á þinni fyrri reynslu sem kennari? „Sú reynsla kom sér mjög vel. Ég kenndi í almenningsskólum þar sem var ekkert inntökuferli og í hverjum bekk voru nemendur af mjög fjölbreyttum toga. Það hjálpaði mér sannarlega við lýsingar á unglingum en ég byggði meira á minni eigin reynslu á því að hafa verið unglingur í slíkum skóla og á eigin minningum um unglingsárin. Hversu vel nýtist reynsla þín sem móðir þér við skriftir? „Það eru margar ólíkar mæður í þessari bók. Þrjár persónur hafa orðið barnshafandi fyrir slysni og í ljósi grunnstefsins um ábyrgð veitti það mér tækifæri til að kanna að hversu miklu leyti líffærafræði kvenna hefur áhrif á líf þeirra, jafnvel nú á dögum getnaðarvarna. Það eru foreldrar sem vilja vel í bókinni, en á heildina litið myndi ég segja að unglingarnir fimm sem koma við sögu hafi allir liðið fyrir mistök sem gerð voru í uppeldi þeirra. Á einu heimilinu eru til dæmis báðir foreldrarnir læknar. Þörfin til að skara fram úr hefur borist niður með kynslóðunum og fyrir vikið þurfa börnin að skara fram úr. Algeng pressa innan millistéttarinnar! Á hinum enda félagslega litrófsins er unglingur sem býr við mjög bág kjör og þarf í raun að vera í hlutverki foreldris gagnvart móður sinni. En foreldrahlutverkið er það erfiðasta í heimi og ég held að það gerði okkur öllum gott að viðurkenna það.Er þetta grunntogstreitan í bókinni? „Þetta veldur mikilli togstreitu en það eru fleiri núningsfletir líka, til dæmis vinna á kostnað fjölskyldulífs. Helsta orsök togstreitu í bókinni er hins vegar langvarandi árekstrar milli grunngilda í bænum Pagford; fallegu sveitaþorpi sem þarf að halda við dýrri fasteign meðan atvinnuleysi og vímuefnavandamál eru útbreidd. Gott að vera laus við skilafrestiHvað hefurðu við þá að segja við þá sem vonuðust eftir einhverju í líkingu við Harry Potter? „Rithöfundur þarf að skrifa það sem hann vill skrifa. Eða öllu heldur það sem hann þarf að skrifa. Ég þurfti að skrifa þessa bók. Ég vona að einhverjir eigi eftir að kunna að meta hana. Það truflar mig ekki þótt sumir geri það ekki og kemst alls ekki í uppnám þótt margir vilji lesa meira um Harry Potter, þvert á móti lít ég á það sem hrós! Ég á án nokkurs vafa eftir að skrifa fyrir börn aftur, því ég ann því mjög og efast um að ég láti nokkurn tímann af því."Hvað tekur nú við? „Ég vil ekki vera tekin á orðinu (því mér finnst ágætt að vera laus undan skilafresti) en ég hugsa að næsta bók verði fyrir börn. Ég er með verk í fartölvunni sem er nálægt því að verða lokið. Ég áskil mér hins vegar fullan rétt til að skipta um skoðun!Þýðing: Bergsteinn Sigurðsson.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira