Stjórnarskráin – gröfum stríðsexina Össur Skarphéðinsson skrifar 23. október 2012 06:00 Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun