Hvað með Feneyjaskrána? 25. október 2012 06:00 Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar