Ráðning á þing 25. október 2012 06:00 Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining. Þetta gerist ekki nema fyrirtækið hafi á að skipa öflugum stjórnendum með ólíkan bakgrunn og þankagang. Sem leið að þessu markmiði hafa fyrirtæki þróað með sér ýmsar aðferðir til að hæfustu einstaklingarnir manni hverja stöðu. Sérhæfð ráðningafyrirtæki aðstoða við að búa til góða liðsheild og fremstu fyrirtækin nota þróaðar aðferðir við ráðningar og frama starfsfólks til að finna þann rétta í starfið. Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyrir sér aðferðunum sem er beitt þegar skipað er á lista stjórnmálaflokka. Augljóst er, ekki síður en í rekstri fyrirtækja, að miklu máli skiptir að í stjórnmál veljist hæfir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu, bæði konur og karlar. Til að slíkt gerist er nauðsynlegt að ferlið sem notað er til að laða fólk til starfa í stjórnmálum stuðli að því að öflugt fólk hafi bæði áhuga og möguleika á að komast að og að reynsluheimur þeirra, sem að lokum mynda hóp kjörinna fulltrúa, sé sem fjölbreytilegastur. Af þessu er ljóst að vandasamt er að skipa fólk á framboðslista. Á Íslandi hafa forval og prófkjör verið áberandi síðustu áratugi hjá öllum flokkum vegna réttmætrar gagnrýni á skort á lýðræði við uppstillingar. Prófkjör, forval og persónukjör geta þó dregið úr fjölbreytni þeirra einstaklinga sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka til lengri tíma litið. Einstaklingar sem velja að taka þátt í þeim hanaslag sem persónukjör getur verið, eru líklegri til að eiga margt sameiginlegt á sama hátt og þeir sem tækju aldrei þátt í persónukjöri eru frekar af sama sauðahúsinu. Mun meiri líkur eru á að mannblendinn og opinskár einstaklingur taki þátt í prófkjöri en sá sem er hlédrægur, hógvær og ómannblendinn. Marga skortir þannig þá eiginleika sem nauðsynlegir eru til að taka þátt í prófkjörum en geta samt sem áður búið yfir eiginleikum sem gera þá að frábærum þing- eða sveitarstjórnarmönnum. Það er mjög mikilvægt að á Alþingi og í sveitarstjórnir, líkt og í bestu fyrirtækin, veljist fjölbreyttur hópur einstaklinga hvort sem þeir eru félagslyndir eða ómannblendnir, opinskáir eða feimnir. Svo fremi sem þeir séu öflugir. Uppstilling er einnig síður en svo gallalaus. Mun færri koma þannig að því að velja á lista og lýðræði því í lágmarki. Vandasami þátturinn í uppstillingarferlinu er að velja gott og víðsýnt fólk í valnefndir sem misnotar ekki aðstöðu sína og tryggir eingöngu pólitískum bandamönnum sínum sæti. Uppstilling getur þó virkað vel ef fulltrúar í valnefndum ná að hugsa til framtíðar og kalli, líkt og stjórnandi fyrirtækis, eftir öflugum en ólíkum einstaklingum sem spyrja ólíkra spurninga og ná til ólíkra hópa. Aukin krafa um persónukjör endurspeglar vilja kjósenda til að hafa aukin áhrif á hverjir verða kjörnir fulltrúar án þess að þurfa að taka þátt í forvali flokkanna. Flestir vilja hafa bein áhrif á val þingmanna og vilja jafnvel fá að stilla upp sínum eigin lista. Þetta er réttmæt krafa og eitthvað sem þingmenn verða að ræða ýtarlega hvernig megi útfæra. Vera má að þessi skortur á beinum áhrifum kjósenda sé hluti skýringarinnar á litlu trausti til Alþingis. Persónukjör gæti þó fælt enn frekar frá þann hóp frambjóðenda sem forðast hefðbundin prófkjör en gæti annars orðið þjóðinni öflugur liðsauki því það er enn vandasamara að kynna sig og sín sjónarmið fyrir heilli þjóð en litlum hluta hennar í prófkjöri. Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnarmönnum þannig að lýðræðið fái að njóta sín til skiptis við uppstillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum er fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið, fólk með ákveðinn bakgrunn sem að öllu jöfnu tæki aldrei þátt í prófkjörsslag. Hugsanlega mætti velja hluta listans með prófkjöri og hluta með uppstillingu eða reyna aðferð breska Íhaldsflokksins þar sem áhugasamir skila inn ferilskrá og fara í gegnum svipað ferli og þegar sótt er um starf í fyrirtæki. Mögulega þurfa flokkar að eiga í handraðanum skýrar reglur um nokkrar leiðir við val á lista sem gefa ólíkum einstaklingum tækifæri hverju sinni. En þar til fjölbreytnin eykst ættu flokksbundnir einstaklingar, sem ætla að velja fólk á framboðslista næstu vikur, að hafa í huga mikilvægi þess að öflugt fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu veljist til starfa á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining. Þetta gerist ekki nema fyrirtækið hafi á að skipa öflugum stjórnendum með ólíkan bakgrunn og þankagang. Sem leið að þessu markmiði hafa fyrirtæki þróað með sér ýmsar aðferðir til að hæfustu einstaklingarnir manni hverja stöðu. Sérhæfð ráðningafyrirtæki aðstoða við að búa til góða liðsheild og fremstu fyrirtækin nota þróaðar aðferðir við ráðningar og frama starfsfólks til að finna þann rétta í starfið. Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyrir sér aðferðunum sem er beitt þegar skipað er á lista stjórnmálaflokka. Augljóst er, ekki síður en í rekstri fyrirtækja, að miklu máli skiptir að í stjórnmál veljist hæfir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu, bæði konur og karlar. Til að slíkt gerist er nauðsynlegt að ferlið sem notað er til að laða fólk til starfa í stjórnmálum stuðli að því að öflugt fólk hafi bæði áhuga og möguleika á að komast að og að reynsluheimur þeirra, sem að lokum mynda hóp kjörinna fulltrúa, sé sem fjölbreytilegastur. Af þessu er ljóst að vandasamt er að skipa fólk á framboðslista. Á Íslandi hafa forval og prófkjör verið áberandi síðustu áratugi hjá öllum flokkum vegna réttmætrar gagnrýni á skort á lýðræði við uppstillingar. Prófkjör, forval og persónukjör geta þó dregið úr fjölbreytni þeirra einstaklinga sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka til lengri tíma litið. Einstaklingar sem velja að taka þátt í þeim hanaslag sem persónukjör getur verið, eru líklegri til að eiga margt sameiginlegt á sama hátt og þeir sem tækju aldrei þátt í persónukjöri eru frekar af sama sauðahúsinu. Mun meiri líkur eru á að mannblendinn og opinskár einstaklingur taki þátt í prófkjöri en sá sem er hlédrægur, hógvær og ómannblendinn. Marga skortir þannig þá eiginleika sem nauðsynlegir eru til að taka þátt í prófkjörum en geta samt sem áður búið yfir eiginleikum sem gera þá að frábærum þing- eða sveitarstjórnarmönnum. Það er mjög mikilvægt að á Alþingi og í sveitarstjórnir, líkt og í bestu fyrirtækin, veljist fjölbreyttur hópur einstaklinga hvort sem þeir eru félagslyndir eða ómannblendnir, opinskáir eða feimnir. Svo fremi sem þeir séu öflugir. Uppstilling er einnig síður en svo gallalaus. Mun færri koma þannig að því að velja á lista og lýðræði því í lágmarki. Vandasami þátturinn í uppstillingarferlinu er að velja gott og víðsýnt fólk í valnefndir sem misnotar ekki aðstöðu sína og tryggir eingöngu pólitískum bandamönnum sínum sæti. Uppstilling getur þó virkað vel ef fulltrúar í valnefndum ná að hugsa til framtíðar og kalli, líkt og stjórnandi fyrirtækis, eftir öflugum en ólíkum einstaklingum sem spyrja ólíkra spurninga og ná til ólíkra hópa. Aukin krafa um persónukjör endurspeglar vilja kjósenda til að hafa aukin áhrif á hverjir verða kjörnir fulltrúar án þess að þurfa að taka þátt í forvali flokkanna. Flestir vilja hafa bein áhrif á val þingmanna og vilja jafnvel fá að stilla upp sínum eigin lista. Þetta er réttmæt krafa og eitthvað sem þingmenn verða að ræða ýtarlega hvernig megi útfæra. Vera má að þessi skortur á beinum áhrifum kjósenda sé hluti skýringarinnar á litlu trausti til Alþingis. Persónukjör gæti þó fælt enn frekar frá þann hóp frambjóðenda sem forðast hefðbundin prófkjör en gæti annars orðið þjóðinni öflugur liðsauki því það er enn vandasamara að kynna sig og sín sjónarmið fyrir heilli þjóð en litlum hluta hennar í prófkjöri. Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnarmönnum þannig að lýðræðið fái að njóta sín til skiptis við uppstillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum er fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið, fólk með ákveðinn bakgrunn sem að öllu jöfnu tæki aldrei þátt í prófkjörsslag. Hugsanlega mætti velja hluta listans með prófkjöri og hluta með uppstillingu eða reyna aðferð breska Íhaldsflokksins þar sem áhugasamir skila inn ferilskrá og fara í gegnum svipað ferli og þegar sótt er um starf í fyrirtæki. Mögulega þurfa flokkar að eiga í handraðanum skýrar reglur um nokkrar leiðir við val á lista sem gefa ólíkum einstaklingum tækifæri hverju sinni. En þar til fjölbreytnin eykst ættu flokksbundnir einstaklingar, sem ætla að velja fólk á framboðslista næstu vikur, að hafa í huga mikilvægi þess að öflugt fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu veljist til starfa á Alþingi.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar