
Fjármálakerfi á eigin fótum
InnstæðutryggingarkerfiÍslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi.
Fjármálastofnunum er skylt að borga tiltekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármálastofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt.
Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verður hægt að reiða sig á tryggingarsjóð þegar komið er að stóru fjármálalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármálastofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé landsmanna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður innstæðueiganda hafði nokkra milljarða til ráðstöfunar.
Forgangur sparifjáreigendaTil framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður tryggingarsjóð innstæðueigenda. Með þessu eru nokkur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raunverulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er.
Í öðru lagi er kröfuhöfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjáreigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og vonandi að þeir vandi sig í frekari lánveitingum til fjármálastofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bankanna eiga að vera trygging sparifjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármálageiranum.
Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álitið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkisábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið.
Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemiTalsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi vera skynsamlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi.
Slíkt er ekki vandamál með forgang innstæðueiganda en hún tryggir jafnframt að viðskiptabankastarfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingabankastarfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur forgangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármálastofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lærdómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingarsjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi alltaf til hjálpar m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda.
Að lokum má nefna að þær upphæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu tryggingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sammála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum.
Skoðun

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar