Gengið í Gálgahrauni – sameiginlegri auðlind okkar 27. október 2012 06:00 Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun