Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 Sigríður skrifar 1. nóvember 2012 08:00 nordicphotos/getty „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki." Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
„Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki."
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira