Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 Sigríður skrifar 1. nóvember 2012 08:00 nordicphotos/getty „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki." Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki."
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira