Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 Sigríður skrifar 1. nóvember 2012 08:00 nordicphotos/getty „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki." Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
„Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki."
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira