Mýkri Pollock-bræður Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2012 00:01 Gömlu Utangarðsmennirnir, Danni og Mikki Pollock. The Pollock Brothers EP Synthadelia Synthadelia Records er ný íslensk plötuútgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu á netinu, en framleiðir stundum nokkur eintök af geisladiskum, t.d. til að selja á tónleikum. Útgáfan hefur þegar gefið út yfir tuttugu plötur sem hægt er að kaupa á Gogoyoko og fleiri tónlistarveitum á netinu. Gömlu Utangarðsmennirnir Danni og Mikki Pollock eru á meðal þeirra sem eru á mála hjá Synthadelia. Mike er þegar búinn að gefa út tvær blúsplötur hjá útgáfunni með Sigurði Sigurðssyni, söngvara og munnhörpuleikara, sem oftast er kenndur við hljómsveitina Centaur. Synthadelia gaf líka út 30 ára afmælisútgáfu hljómsveitarinnar Bodies. Það er flottur gripur sem ætti endilega koma á disk og í almenna dreifingu. Ein af nýjustu útgáfunum er svo þessi fimm laga EP-plata þeirra Pollock-bræðra. Flestir tengja sennilega Pollock-bræður við hratt og hrátt gúanó-rokkið sem þeir spiluðu með Utangarðsmönnum og Bodies. Tónlistarlegar rætur þeirra liggja hins vegar í gömlum blús og rokki. Það er eitt frumsamið lag á EP, hin eru meðal annars eftir Bob Dylan og meðlimi Rolling Stones. Þetta eru mýkri og poppaðri Pollock-bræður. Það heyrist vel að þeir eiga vel heima í þessari tegund tónlistar. Hljómurinn er frekar hrár, Synthadelia er mjög lo-fi (low fidelity) útgáfa, en tónlistin kemst samt vel til skila. Þetta er ágæt plata frá útgáfu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Mikki og Danni Pollock með frumsamið efni í bland við Dylan og Stones. Hægt er að hlusta á lag eftir þá hér. Gagnrýni Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
The Pollock Brothers EP Synthadelia Synthadelia Records er ný íslensk plötuútgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu á netinu, en framleiðir stundum nokkur eintök af geisladiskum, t.d. til að selja á tónleikum. Útgáfan hefur þegar gefið út yfir tuttugu plötur sem hægt er að kaupa á Gogoyoko og fleiri tónlistarveitum á netinu. Gömlu Utangarðsmennirnir Danni og Mikki Pollock eru á meðal þeirra sem eru á mála hjá Synthadelia. Mike er þegar búinn að gefa út tvær blúsplötur hjá útgáfunni með Sigurði Sigurðssyni, söngvara og munnhörpuleikara, sem oftast er kenndur við hljómsveitina Centaur. Synthadelia gaf líka út 30 ára afmælisútgáfu hljómsveitarinnar Bodies. Það er flottur gripur sem ætti endilega koma á disk og í almenna dreifingu. Ein af nýjustu útgáfunum er svo þessi fimm laga EP-plata þeirra Pollock-bræðra. Flestir tengja sennilega Pollock-bræður við hratt og hrátt gúanó-rokkið sem þeir spiluðu með Utangarðsmönnum og Bodies. Tónlistarlegar rætur þeirra liggja hins vegar í gömlum blús og rokki. Það er eitt frumsamið lag á EP, hin eru meðal annars eftir Bob Dylan og meðlimi Rolling Stones. Þetta eru mýkri og poppaðri Pollock-bræður. Það heyrist vel að þeir eiga vel heima í þessari tegund tónlistar. Hljómurinn er frekar hrár, Synthadelia er mjög lo-fi (low fidelity) útgáfa, en tónlistin kemst samt vel til skila. Þetta er ágæt plata frá útgáfu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Mikki og Danni Pollock með frumsamið efni í bland við Dylan og Stones. Hægt er að hlusta á lag eftir þá hér.
Gagnrýni Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira