Nýrri bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, var dreift í búðir í gær og hefst salan í dag. Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi.
Til samanburðar er heildarprentun á íslenskri skáldsögu að meðaltali um tvö þúsund eintök. Þessi fyrsta dreifing á Reykjavíkurnóttum er því margfalt stærri en almennt upplag á bókum hérlendis.
