Háhýsið var sagt glapræði Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Turninn við Höfðatorg var tekinn í notkun í ágúst 2009. Vísir/Anton Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira