Harpa í mál við ríkið með fulltingi ríkisins 9. nóvember 2012 06:00 Dómstólar munu kveða upp úr um hvernig fasteignamati Hörpu verður háttað. Ríki og borg standa að málshöfðuninni.fréttablaðið/valli Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent