Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun