Opið bréf til borgarfulltrúa Sigrún Edda Lövdal skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun