Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ásgrímur Jónasson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…" segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?" Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. Sighvatur, þér er sagt að meginumfjöllunarefni bloggara sé að svipta eigi þig lífeyrisréttindum. Hverjir ætli þeir séu sem koma þessu bulli inn í hausinn á þér? Ef þú nenntir að lesa, gætir þú ef til vill komist að því að einhverjum finnst lífeyrisréttindum misskipt. Það er dálítið annað. Þó þú sért ekki skjaldsveinn Davíðs Oddssonar og munir eftir viðvörunum hans um lántökur í öðrum gjaldmiðlum en þeim sem menn höfðu tekjur í, þá er það nú svo að ráðgjafar bankastofnana beittu öllum ráðum til að stýra lántöku fólks sem hafði enga möguleika á lánum, nema með því að fylgja ráðum þessara sömu ráðgjafa. Og vegna þess að þú minnist á verðtrygginguna. Hún bjargaði kannski mönnum með ráðherralaun og sambönd, en venjulegur launþegi naut engrar verðtryggingar. Hann tók lán sem kostaði 10.000 klukkustunda vinnu en varð að greiða 25.000 klukkustunda vinnu. Það var öll verðtryggingin á verðmætum hans, og svo er enn. Þú segir í grein þinni að sextán þúsund Íslendingar hafi verið komnir á vanskilaskrá fyrir hrun vegna þess að þeir lifðu langt um efni fram. Enn kemur að því hve slæmt getur verið fyrir menn að nenna ekki að lesa. Ég var á vanskilaskrá á þeim tíma sem þú nefnir og er það enn. Það var vegna ábyrgðar á námsláni, þá. En undanfarin fjögur ár er það vegna einhverra formsatriða sem lögfræðiskrifstofa er ófáanleg til að ganga frá. Lánið er í skilum. Þú segir að í Silfri Egils og í Kastljósi sé ekki fjallað um vandamál fólks í "Raufarhöfnum" þessa lands (ég gef mér það að þú eigir við sjávarbyggðir), vegna þess að einhverjir fáir einstaklingar hafi talið sér hag í því að selja burtu lífsbjörgina. Þarna kemur þú inn á gott málefni, en fáir einstaklingar eru ekki heil kynslóð, gættu að því. Sjálfhverfur er sá sem hyggur mest að sjálfum sér. Sighvatur, það fer ekki hjá því að mér renni í grun að erfitt sé að ná því marki að verða ráðherra, án þess að sýna a.m.k. örlitla sjálfhverfu. Þú veist ekki betur en að stór hópur "sjálfhverfu" kynslóðarinnar hafi nýtt sér foreldra, vini og vandamenn til þess að taka lán út á eignir sínar. Hvers vegna, Sighvatur? Jú, þar sem þú nennir ekki að lesa þér til og þekkir málið ekki af eigin skinni, þá skal ég segja þér það. Það voru einu möguleikarnir sem þessi kynslóð hafði til að reyna að lifa mannsæmandi lífi. Þetta fólk er ekki að fara fram á að aðrir greiði fyrir sig. Það er einfaldlega að fara fram á það að borga 10 þúsund klukkutíma vinnu með 10 þúsund klukkutíma vinnu, ekki 25 þúsund klukkutíma vinnu. Gættu að því, Sighvatur, að þú, sem stjórnmálamaður, átt þátt í því að skapa "sjálfhverfu" kynslóðinni þessar aðstæður. Sighvatur. Þú ættir að vara þig á því að vera ekki of orðhvatur. Það er ósómi sem þú hefur efalaust lært í þinni stjórnmálabaráttu. Þú ert alinn upp á þeim tímum þegar fólk þurfti að hafa talsvert mikið fyrir lífinu. Það er því að þakka, hvað þín kynslóð (og þar með mín) hefur haft góð lífskjör. Okkar kynslóð, kynslóð sem ól "sjálfhverfu" kynslóðina upp. Þeir sem valdir voru til að veita þjóðinni forystu á árunum sem þú nefnir voru valdir á alveg sama hátt og valið var þegar við vorum í sporum þessarar "sjálfhverfu kynslóðar", sem þú kallar. Og það voru ekki almennir kjósendur sem brugðust. Þeir völdu á alveg sama hátt og þeir höfðu alltaf gert. Þeir sem voru valdir breyttu stefnunni. Það var ekki fyrirséð. En ég er sammála þér að vanda þarf vel val á alþingismönnum nú, og veita þeim aðhald. Mér líkar ekki orðið eftirlitsiðnaður. Iðnaður er "framleiðsla varnings úr hráefnum". Eftirlit er "umsjón með því að rétt sé staðið að málum". Þú ert að greiða síðustu afborganirnar af húsinu þínu, til hamingju með það. En ég er ósammála þér í því að "sjálfhverfa" kynslóðin vilji ekki greiða sín lán, og þiggja íbúðir sínar sem ölmusu. Hún vill greiða 10 þúsund vinnustundir með 10 þúsund vinnustundum að viðbættum sanngjörnum og hæfilegum vöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…" segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?" Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. Sighvatur, þér er sagt að meginumfjöllunarefni bloggara sé að svipta eigi þig lífeyrisréttindum. Hverjir ætli þeir séu sem koma þessu bulli inn í hausinn á þér? Ef þú nenntir að lesa, gætir þú ef til vill komist að því að einhverjum finnst lífeyrisréttindum misskipt. Það er dálítið annað. Þó þú sért ekki skjaldsveinn Davíðs Oddssonar og munir eftir viðvörunum hans um lántökur í öðrum gjaldmiðlum en þeim sem menn höfðu tekjur í, þá er það nú svo að ráðgjafar bankastofnana beittu öllum ráðum til að stýra lántöku fólks sem hafði enga möguleika á lánum, nema með því að fylgja ráðum þessara sömu ráðgjafa. Og vegna þess að þú minnist á verðtrygginguna. Hún bjargaði kannski mönnum með ráðherralaun og sambönd, en venjulegur launþegi naut engrar verðtryggingar. Hann tók lán sem kostaði 10.000 klukkustunda vinnu en varð að greiða 25.000 klukkustunda vinnu. Það var öll verðtryggingin á verðmætum hans, og svo er enn. Þú segir í grein þinni að sextán þúsund Íslendingar hafi verið komnir á vanskilaskrá fyrir hrun vegna þess að þeir lifðu langt um efni fram. Enn kemur að því hve slæmt getur verið fyrir menn að nenna ekki að lesa. Ég var á vanskilaskrá á þeim tíma sem þú nefnir og er það enn. Það var vegna ábyrgðar á námsláni, þá. En undanfarin fjögur ár er það vegna einhverra formsatriða sem lögfræðiskrifstofa er ófáanleg til að ganga frá. Lánið er í skilum. Þú segir að í Silfri Egils og í Kastljósi sé ekki fjallað um vandamál fólks í "Raufarhöfnum" þessa lands (ég gef mér það að þú eigir við sjávarbyggðir), vegna þess að einhverjir fáir einstaklingar hafi talið sér hag í því að selja burtu lífsbjörgina. Þarna kemur þú inn á gott málefni, en fáir einstaklingar eru ekki heil kynslóð, gættu að því. Sjálfhverfur er sá sem hyggur mest að sjálfum sér. Sighvatur, það fer ekki hjá því að mér renni í grun að erfitt sé að ná því marki að verða ráðherra, án þess að sýna a.m.k. örlitla sjálfhverfu. Þú veist ekki betur en að stór hópur "sjálfhverfu" kynslóðarinnar hafi nýtt sér foreldra, vini og vandamenn til þess að taka lán út á eignir sínar. Hvers vegna, Sighvatur? Jú, þar sem þú nennir ekki að lesa þér til og þekkir málið ekki af eigin skinni, þá skal ég segja þér það. Það voru einu möguleikarnir sem þessi kynslóð hafði til að reyna að lifa mannsæmandi lífi. Þetta fólk er ekki að fara fram á að aðrir greiði fyrir sig. Það er einfaldlega að fara fram á það að borga 10 þúsund klukkutíma vinnu með 10 þúsund klukkutíma vinnu, ekki 25 þúsund klukkutíma vinnu. Gættu að því, Sighvatur, að þú, sem stjórnmálamaður, átt þátt í því að skapa "sjálfhverfu" kynslóðinni þessar aðstæður. Sighvatur. Þú ættir að vara þig á því að vera ekki of orðhvatur. Það er ósómi sem þú hefur efalaust lært í þinni stjórnmálabaráttu. Þú ert alinn upp á þeim tímum þegar fólk þurfti að hafa talsvert mikið fyrir lífinu. Það er því að þakka, hvað þín kynslóð (og þar með mín) hefur haft góð lífskjör. Okkar kynslóð, kynslóð sem ól "sjálfhverfu" kynslóðina upp. Þeir sem valdir voru til að veita þjóðinni forystu á árunum sem þú nefnir voru valdir á alveg sama hátt og valið var þegar við vorum í sporum þessarar "sjálfhverfu kynslóðar", sem þú kallar. Og það voru ekki almennir kjósendur sem brugðust. Þeir völdu á alveg sama hátt og þeir höfðu alltaf gert. Þeir sem voru valdir breyttu stefnunni. Það var ekki fyrirséð. En ég er sammála þér að vanda þarf vel val á alþingismönnum nú, og veita þeim aðhald. Mér líkar ekki orðið eftirlitsiðnaður. Iðnaður er "framleiðsla varnings úr hráefnum". Eftirlit er "umsjón með því að rétt sé staðið að málum". Þú ert að greiða síðustu afborganirnar af húsinu þínu, til hamingju með það. En ég er ósammála þér í því að "sjálfhverfa" kynslóðin vilji ekki greiða sín lán, og þiggja íbúðir sínar sem ölmusu. Hún vill greiða 10 þúsund vinnustundir með 10 þúsund vinnustundum að viðbættum sanngjörnum og hæfilegum vöxtum.
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun