Ágæti Sighvatur Björgvinsson Stefán Hrafn Jónsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. Þrátt fyrir langa setu á Alþingi, bæði sem almennur þingmaður og ráðherra, hefur þér tekist að sneiða hjá stórum hneykslismálum og mistökum á ferlinum. Það sama verður ekki sagt um alla stjórnmálamenn af þinni kynslóð, plús mínus nokkur ár. Margar breytingar á íslensku stjórnkerfi voru gerðar af þinni kynslóð á Alþingi á sama tíma og þú áttir þar sæti. Meingallað kvótakerfið var sett á fót. Samflokksmönnum þínum hefur ekki enn tekist að vinda ofan af því kerfi. Skyldusparnaði var komið á (að mig minnir) þar sem inneignir fólks brunnu upp í óðaverðbólgu. Ef ég man rétt þá var það einnig fólk af þinni kynslóð sem stóð fyrir þessari óðaverðbólgu með endurteknum gengisfellingum til að auka verðgildi fiskafurða. Margir einstaklingar af þinni kynslóð fengu íbúðalán án verðbóta og greiddu þ.a.l. ekki nema lítinn hluta til baka þar sem verðbólgan sá um hitt. Einstaklingar af þinni kynslóð einkavæddu ríkisbankana (skiptu þeim á milli vina sinna) og lögðu þannig grunninn að umfangsmiklu bankahruni. Ágæti Sighvatur, ég ætla ekki að dæma þig eða alla þína kynslóð af verkum þessara samborgara þinna. Ég dæmi þig hins vegar af skrifum þínum um mig og mína kynslóð. Í skrifum þínum á Vísi þann 10. nóvember sl. tínir þú til nokkur dæmi um fólk á mínum aldri sem tók vafasamar viðskiptaákvarðanir í lagaumhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Þú notar þessi afglöp til að dæma mig og þúsundir samborgara minna. Ég er ekki á vanskilaskrá. Ég hef ekki stundað viðskipti nema sem kaupandi á vörum og þjónustu í neytendafjandsamlegu umhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Ég tók ekki þátt í útrásinni. Ég hef ekki einu sinni keypt flatskjá svo vísað sé til orða manns af þinni kynslóð. Þér hefur ekki verið úthlutað dómsvald yfir mér og minni kynslóð og frábið ég, og eflaust fleiri af minni kynslóð, mér þá fordóma sem koma fram í skrifum þínum þegar þú kallar okkur sjálfhverf. Að dæma heila kynslóð af afglöpum nokkurra einstaklinga segir meira um þann sem dæmir en þann dæmda. Sem betur fer er nú fólk af minni kynslóð á þingi sem kann betur að rökræða en þú Sighvatur. Samt er ljóst að það verður erfitt að leysa þau vandamál sem einhverjum af þinni kynslóð tókst að leggja grunninn að. Skrif þín þann 10. nóvember sl. hjálpa ekkert til, nákvæmlega ekkert, við enduruppbyggingu eftir hrun. Megir þú vel og lengi lifa en vinsamlegast hættu að skrifa ef þú getur ekki vandað þig betur og sleppt fordómum í garð annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. Þrátt fyrir langa setu á Alþingi, bæði sem almennur þingmaður og ráðherra, hefur þér tekist að sneiða hjá stórum hneykslismálum og mistökum á ferlinum. Það sama verður ekki sagt um alla stjórnmálamenn af þinni kynslóð, plús mínus nokkur ár. Margar breytingar á íslensku stjórnkerfi voru gerðar af þinni kynslóð á Alþingi á sama tíma og þú áttir þar sæti. Meingallað kvótakerfið var sett á fót. Samflokksmönnum þínum hefur ekki enn tekist að vinda ofan af því kerfi. Skyldusparnaði var komið á (að mig minnir) þar sem inneignir fólks brunnu upp í óðaverðbólgu. Ef ég man rétt þá var það einnig fólk af þinni kynslóð sem stóð fyrir þessari óðaverðbólgu með endurteknum gengisfellingum til að auka verðgildi fiskafurða. Margir einstaklingar af þinni kynslóð fengu íbúðalán án verðbóta og greiddu þ.a.l. ekki nema lítinn hluta til baka þar sem verðbólgan sá um hitt. Einstaklingar af þinni kynslóð einkavæddu ríkisbankana (skiptu þeim á milli vina sinna) og lögðu þannig grunninn að umfangsmiklu bankahruni. Ágæti Sighvatur, ég ætla ekki að dæma þig eða alla þína kynslóð af verkum þessara samborgara þinna. Ég dæmi þig hins vegar af skrifum þínum um mig og mína kynslóð. Í skrifum þínum á Vísi þann 10. nóvember sl. tínir þú til nokkur dæmi um fólk á mínum aldri sem tók vafasamar viðskiptaákvarðanir í lagaumhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Þú notar þessi afglöp til að dæma mig og þúsundir samborgara minna. Ég er ekki á vanskilaskrá. Ég hef ekki stundað viðskipti nema sem kaupandi á vörum og þjónustu í neytendafjandsamlegu umhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Ég tók ekki þátt í útrásinni. Ég hef ekki einu sinni keypt flatskjá svo vísað sé til orða manns af þinni kynslóð. Þér hefur ekki verið úthlutað dómsvald yfir mér og minni kynslóð og frábið ég, og eflaust fleiri af minni kynslóð, mér þá fordóma sem koma fram í skrifum þínum þegar þú kallar okkur sjálfhverf. Að dæma heila kynslóð af afglöpum nokkurra einstaklinga segir meira um þann sem dæmir en þann dæmda. Sem betur fer er nú fólk af minni kynslóð á þingi sem kann betur að rökræða en þú Sighvatur. Samt er ljóst að það verður erfitt að leysa þau vandamál sem einhverjum af þinni kynslóð tókst að leggja grunninn að. Skrif þín þann 10. nóvember sl. hjálpa ekkert til, nákvæmlega ekkert, við enduruppbyggingu eftir hrun. Megir þú vel og lengi lifa en vinsamlegast hættu að skrifa ef þú getur ekki vandað þig betur og sleppt fordómum í garð annarra.
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun