Páll Óskar hitar upp fyrir Mika 15. nóvember 2012 13:00 "Ég hlakka mikið til," segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem hitar upp fyrir Mika á tónleikum hans í Silfurbergi í Hörpunni 18. desember. "Mér skilst að það komist fyrir 1.200 manns í Silfurberginu. Þetta verða standandi tónleikar, því þetta eiga að vera stuðtónleikar. Mika vill ekki sitjandi áhorfendur og ég held að það sé alveg rakið að láta mig hita upp fyrir hann og koma liðinu í smá gír." Spurður hvort hann sé aðdáandi söngvarans, segist Palli hafa spilað fyrstu plötu hans, Life In Cartoon Motion, "í klessu". "Svo fór plata númer tvö svolítið fram hjá mér en ég er aðeins farinn að tékka á henni núna." Þetta verður í fyrsta sinn á löngum ferli sem Páll Óskar hitar upp fyrir annan tónlistarmann. "Einu skiptin sem ég hef verið á undan einhverjum hefur kannski verið á festivölum eins og á Airwaves sem partur af stærra prógrammi. Það verður bara hressandi að prófa eitthvað nýtt." Palli ætlar annars að taka því rólega um þessi jól. Engin plata er að koma út með honum og engin stór verkefni í farvatninu. "Ég sagði nei við öllum jólatónleikum og öllu því brölti og er farinn að hlakka til jólanna. Ég ætla að njóta þess að vera í jólastússinu." Miðasala á tónleika Mika hefur gengið mjög vel. Enn eru samt einhverjir miðar óseldir og fást þeir á Midi.is. - fb Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Ég hlakka mikið til," segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem hitar upp fyrir Mika á tónleikum hans í Silfurbergi í Hörpunni 18. desember. "Mér skilst að það komist fyrir 1.200 manns í Silfurberginu. Þetta verða standandi tónleikar, því þetta eiga að vera stuðtónleikar. Mika vill ekki sitjandi áhorfendur og ég held að það sé alveg rakið að láta mig hita upp fyrir hann og koma liðinu í smá gír." Spurður hvort hann sé aðdáandi söngvarans, segist Palli hafa spilað fyrstu plötu hans, Life In Cartoon Motion, "í klessu". "Svo fór plata númer tvö svolítið fram hjá mér en ég er aðeins farinn að tékka á henni núna." Þetta verður í fyrsta sinn á löngum ferli sem Páll Óskar hitar upp fyrir annan tónlistarmann. "Einu skiptin sem ég hef verið á undan einhverjum hefur kannski verið á festivölum eins og á Airwaves sem partur af stærra prógrammi. Það verður bara hressandi að prófa eitthvað nýtt." Palli ætlar annars að taka því rólega um þessi jól. Engin plata er að koma út með honum og engin stór verkefni í farvatninu. "Ég sagði nei við öllum jólatónleikum og öllu því brölti og er farinn að hlakka til jólanna. Ég ætla að njóta þess að vera í jólastússinu." Miðasala á tónleika Mika hefur gengið mjög vel. Enn eru samt einhverjir miðar óseldir og fást þeir á Midi.is. - fb
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira