Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Karl Sigfússon skrifar 17. nóvember 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun