Lífið

Undirbúa stóra kvikmynd um Afann

Afinn er væntanlegur í íslensk kvikmyndahús.
Afinn er væntanlegur í íslensk kvikmyndahús.
Sigurður Sigurjónsson endurtekur hlutverk sitt úr einleiknum vinsæla. Kvikmyndin verður stór og mikil.



„Ég mun fá að leika afann minn áfram í þessari mynd. Ég kann bæði rulluna og svo er ég reyndar alla daga þess á milli að æfa mig heima fyrir. Ég er sjálfur afi, á þrjú barnabörn, þannig að ég er í stöðugum æfingabúðum," segir Sigurður Sigurjónsson.

Hann leikur í nýrri kvikmynd um Afann sem er í bígerð.

Höfundur leiksýningarinnar vinsælu, Bjarni Haukur Þórsson, er búinn að skrifa handritið í samstarfi við Ólaf Egilsson. „Ég lék afann í leikhúsinu tæpar eitt hundrað sýningar og þetta hlutverk fer mjög nærri mér og mínu lífi. En þarna erum við að tala um allt annan hlut. Þetta er ekki einleikur heldur er verið að blása í stóra og mikla bíómynd sem, þó að ég segi frá, kemur fólki við," segir hann.

„Einleikurinn er kominn í tösku í bili en hann kemur út á DVD-diski um jólin. Fólk getur rifjað hann upp þar en við erum að gera allt aðra hluti í þessari bíómynd." Ekki hefur verið ákveðið hvenær tökur á myndinni hefjast eða hverjir leika á móti Sigurjóni í myndinni. Einleikurinn Afinn hefur verið sýndur í Þýskalandi við góðar undirtektir að undanförnu. Þar hefur þýski grínistinn Karl Dall túlkað persónuna. Yfir tólf þúsund manns hafa séð Afann hér á landi.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.