Rangfærslur formanns Landverndar leiðréttar Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni.
Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun