Ólafur: Hefði skoðað að spila frítt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Ólafur færi einstakt tækifæri til þess að sanna sig með einu besta liði Þýskalands. Fréttablaðið/Valli Eins dauði er annars brauð og það sannaðist í gær þegar Ólafur Gústafsson samdi við þýska stórliðið Flensburg. Ólafur fær óvænt tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu út þessa leiktíð og var hann keyptur frá FH. Arnór Atlason er með slitna hásin og þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann verður frá líklega næstu sex vikur vegna meiðsla og því þurfti Flensburg sárlega að bæta við sig rétthentri skyttu. Það eru fáir leikmenn á lausu á þessum tíma og því leituðu forráðamenn Flensburg til Íslands og gengu hratt frá kaupum á Ólafi, sem hefur ekki áður spilað sem atvinnumaður. „Ef ég stend mig, sem ég stefni á að gera, þá er aldrei að vita nema mér verði boðið meira. Ég verð ekki ríkur af þessum samningi enda byrjunarsamningur. Ég lít líka á þetta fyrst og fremst sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig," segir Ólafur en hefði hann spilað frítt til þess að fá þetta tækifæri? „Ég hefði alveg tekið það í mál. Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu." Flensburg hafði samband á mánudag og spurði hvort Ólafur hefði áhuga á að koma. „Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt. Félögin náðu saman á þriðjudag og ég skrifaði svo undir í dag [í gær]. Ég er svo farinn út til þess að vera úti. Ég varð að bregðast hratt við fyrirspurninni og það var auðvelt." Ólafur segist hafa hafnað tilboðum frá þýskum liðum í neðri hlutanum í vetur þar sem hann vildi ekki yfirgefa FH á nýju tímabili. Þessu tækifæri var aftur á móti ekki hægt að sleppa. „Ég hef ekkert rætt við Arnór en er búinn að tala við Vranjes þjálfara. Ég hef fylgst vel með þýska boltanum og Flensburg. Ég verð að aðlagast hratt. Þetta er atvinnumennskan, leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Ég verð að fara vel með mig." Ólafur verður ekki orðinn löglegur fyrr en eftir viku og næsta fimmtudag á Flensburg leik gegn Neuhausen. Þar fær Ólafur væntanlega strax að spila enda þörf á hans kröftum strax. Skyttan stóra og stæðilega hefur alltaf stefnt á atvinnumennsku og fær nú að uppfylla drauminn. „Fyrst ég fór ekki út í sumar þá var stefnan að komast út næsta sumar. Það voru B-deildarlið að skoða mig þá og ég sé ekki eftir að hafa hafnað þeim núna. Nú verð ég að grípa tækifærið og standa mig." Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Eins dauði er annars brauð og það sannaðist í gær þegar Ólafur Gústafsson samdi við þýska stórliðið Flensburg. Ólafur fær óvænt tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu út þessa leiktíð og var hann keyptur frá FH. Arnór Atlason er með slitna hásin og þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann verður frá líklega næstu sex vikur vegna meiðsla og því þurfti Flensburg sárlega að bæta við sig rétthentri skyttu. Það eru fáir leikmenn á lausu á þessum tíma og því leituðu forráðamenn Flensburg til Íslands og gengu hratt frá kaupum á Ólafi, sem hefur ekki áður spilað sem atvinnumaður. „Ef ég stend mig, sem ég stefni á að gera, þá er aldrei að vita nema mér verði boðið meira. Ég verð ekki ríkur af þessum samningi enda byrjunarsamningur. Ég lít líka á þetta fyrst og fremst sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig," segir Ólafur en hefði hann spilað frítt til þess að fá þetta tækifæri? „Ég hefði alveg tekið það í mál. Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu." Flensburg hafði samband á mánudag og spurði hvort Ólafur hefði áhuga á að koma. „Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt. Félögin náðu saman á þriðjudag og ég skrifaði svo undir í dag [í gær]. Ég er svo farinn út til þess að vera úti. Ég varð að bregðast hratt við fyrirspurninni og það var auðvelt." Ólafur segist hafa hafnað tilboðum frá þýskum liðum í neðri hlutanum í vetur þar sem hann vildi ekki yfirgefa FH á nýju tímabili. Þessu tækifæri var aftur á móti ekki hægt að sleppa. „Ég hef ekkert rætt við Arnór en er búinn að tala við Vranjes þjálfara. Ég hef fylgst vel með þýska boltanum og Flensburg. Ég verð að aðlagast hratt. Þetta er atvinnumennskan, leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Ég verð að fara vel með mig." Ólafur verður ekki orðinn löglegur fyrr en eftir viku og næsta fimmtudag á Flensburg leik gegn Neuhausen. Þar fær Ólafur væntanlega strax að spila enda þörf á hans kröftum strax. Skyttan stóra og stæðilega hefur alltaf stefnt á atvinnumennsku og fær nú að uppfylla drauminn. „Fyrst ég fór ekki út í sumar þá var stefnan að komast út næsta sumar. Það voru B-deildarlið að skoða mig þá og ég sé ekki eftir að hafa hafnað þeim núna. Nú verð ég að grípa tækifærið og standa mig."
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira