Leiðréttum stökkbreytt lán Frosti Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar