Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason og félagar í bresku rokksveitinni The Vaccines voru nýlega staddir í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road þar sem Bítlarnir voru tíðir gestir á síðustu öld.
Árni Hjörvar og félagar voru þó ekki að taka upp ný lög í hljóðverinu heldur var sjónvarpsstöðin Channel 4 að taka þar upp lifandi flutning þeirra. Stutt er síðan The Vaccines spiluðu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves þar sem þeir fluttu m.a. Vonbrigða-lagið Ó Reykjavík við góðar undirtektir.
