Breytum þessu saman 23. nóvember 2012 06:00 Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu. Það er talsvert til í því. Stjórnmálamenn verða að leggja sig enn betur fram við að hlusta á fólkið og heyra raddir þess. Þá færi mestur tími okkar allra í að vinna að lausnum vegna þeirra verkefna sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Orkan færi í að skapa fólkinu og fyrirtækjunum tækifæri til að nýta það sem við eigum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Aðgerðir til að draga úr skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfirbyggingu og kostnað kerfisins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna um allt og ekki neitt yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almennings sjálfs. Að ástunda slík stjórnmál er eina leiðin til að endurvinna það traust sem glatast hefur. Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það mikilvæga verk þeirra sem raunverulega eru reiðubúnir til að hlusta og heyra – en umfram allt vinna í þágu fólksins í landinu. Við eigum fjölmörg ónýtt tækifæri til að gera landið okkar enn betra. Hér geta allir lagt sitt af mörkum og hér getum við í sameiningu gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í að velja öflugan framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu. Það er talsvert til í því. Stjórnmálamenn verða að leggja sig enn betur fram við að hlusta á fólkið og heyra raddir þess. Þá færi mestur tími okkar allra í að vinna að lausnum vegna þeirra verkefna sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Orkan færi í að skapa fólkinu og fyrirtækjunum tækifæri til að nýta það sem við eigum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Aðgerðir til að draga úr skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfirbyggingu og kostnað kerfisins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna um allt og ekki neitt yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almennings sjálfs. Að ástunda slík stjórnmál er eina leiðin til að endurvinna það traust sem glatast hefur. Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það mikilvæga verk þeirra sem raunverulega eru reiðubúnir til að hlusta og heyra – en umfram allt vinna í þágu fólksins í landinu. Við eigum fjölmörg ónýtt tækifæri til að gera landið okkar enn betra. Hér geta allir lagt sitt af mörkum og hér getum við í sameiningu gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í að velja öflugan framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar