Reykvíkingar, gætum okkar hagsmuna á Alþingi 23. nóvember 2012 06:00 Laugardaginn 24. nóvember nk. er prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Þar gefst Reykvíkingum tækifæri til að velja þingmannsefni til að halda á málefnum höfuðborgarinnar og landsins alls næstu ár. Það skiptir máli að velja af kostgæfni og yfirvegun. Verulega hefur skort á að hagsmunum Reykvíkinga sé nægilega vel gætt á Alþingi. Þeir tiltölulega fáu þingmenn sem þéttbýlið hefur verða að beita sér betur fyrir sína kjósendur. Það er eins og fulltrúar þéttbýlisins koðni niður þegar þeir koma á þing og allir verða vinir á kaffistofunni. Meirihlutinn, þ.e. landsbyggðin, ræður mestu. Ekki fulltrúar meirihluta þjóðarinnar á SV-horninu. Það heyrist helst frá þéttbýlisþingmönnum rétt fyrir kosningar. Þá allt í einu dúkka þeir upp í fjölmiðlum á hverjum degi. Að sjálfsögðu er landið allt ein heild og þéttbýli og landsbyggð þurfa að vinna vel saman. En þegar litið er yfir síðustu áratugi sést greinilega hvað hallað hefur á hagsmuni skattgreiðenda og neytenda á SV-horninu. Hér á eftir eru nokkrir liðir þar sem hagsmuna okkar á SV-horninu hefur ekki verið nægilega vel gætt: Við þurfum lágt matvælaverð og fjölbreytt matvæli. Það eru strangar innflutningshömlur á landbúnaðarafurðum og það sem leyft er að flytja inn er sumt ofurskattað til að vernda íslenska framleiðslu. Við þurfum stöðuga mynt og lága vexti á skuldir okkar. Heimilin berjast nú við ógnvænlegan skuldavanda meðal annars vegna verðtryggðra lána. Nærri 30.000 okkar eru á vanskilaskrá og tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í sínum fasteignum og sjá fram á stökkbreytt lán og afborganir næstu áratugi. Landinu er haldið utan við ESB og evruna til að vernda landbúnaðinn og sjávarútveginn sem að vísu er á misskilningi byggt og á ekki að gera með þeim hætti sem gert hefur verið. Við sitjum uppi með einn dýrasta landbúnað í heimi án þess að hafa efni á því. Varðandi sjávarútveginn er útlit fyrir að samningar um hann verði þess eðlis að við getum vel við unað, en það er að sjálfsögðu úrslitaatriði. Það felast líka mikil tækifæri í því fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn að við göngum í ESB. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu því ekki andvíg. Við kunnum sjávarútveg ágætlega og getum vaxið erlendis ef tækifærin væru opnari. Við sitjum uppi með að vera áhrifalaus í EES en taka samt við regluverkinu. Við sitjum uppi með ónýta krónu sem er ekki gjaldgeng, en það er meginhlutverk gjaldmiðla að vera gjaldgengir og halda verðgildi sínu. Óstöðugleiki krónunnar leiddi til þess að verðtrygging var tekin upp sem núna hefur gert tugi þúsunda Íslendinga eignalausa og ofurskuldsetta. Vextir í krónunni eru óbærilegir sem drepur niður fyrirtæki og heimili. Við þurfum evruna, trausta alþjóðlega gjaldgenga mynt, sem heldur verðgildi sínu sæmilega. Með evrunni kemur stöðugleiki, lág verðbólga og lágir vextir. Við þurfum lægri skatta. Skattar eru orðnir það háir að það kemur hart niður á fólki og fyrirtækjum. Ofurskattarnir eru hamlandi fyrir vöxt fyrirtækja og minnka það sem heimili og fyrirtæki hafa til ráðstöfunar. Hluti skattanna gengur frá þéttbýlinu á SV-horninu út á land til landbúnaðar, samgangna og fleira. Það er eðlilegt að vissu marki, en það hefur verið gengið allt of langt í því efni. Við þurfum að taka á óráðsíunni og lækka svo skattana. Við þurfum góð atvinnutækifæri sem greiða góð laun. Með inngöngu í ESB og tilkomu evrunnar myndu nýju útflutningsatvinnugreinarnar, svo sem Marel, Össur og Actavis að ógleymdri ferðamannaþjónustu, vaxa hraðar og dafna í stað þess að flýja land. Með því að taka á landbúnaðaróráðsíunni, ganga í ESB og taka upp evruna myndi ráðstöfunarfé heimila í þéttbýlinu aukast um 50 til 100 kr. á mánuði þegar fram í sækir, en það tekur tíma að koma fram. Það þarf raunhæfari lausnir, það nægir ekki að segjast bara vilja lækka skatta. Það þarf að segja hvernig það á að gerast. Kjósendur ættu að huga að verulegri endurnýjun fulltrúa á Alþingi og velja til starfa víðsýnt, frjálslynt, öflugt fólk af báðum kynjum. Ekki láta stórar og miklar auglýsingar glepja sig í því efni. Ekki kjósa bara frægt og ríkt fólk þó það geti verið ágætt. Huga að mannkostum, menntun, reynslu og málefnum frambjóðenda. Reykvíkingar, þið eigið leikinn á laugardag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 24. nóvember nk. er prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Þar gefst Reykvíkingum tækifæri til að velja þingmannsefni til að halda á málefnum höfuðborgarinnar og landsins alls næstu ár. Það skiptir máli að velja af kostgæfni og yfirvegun. Verulega hefur skort á að hagsmunum Reykvíkinga sé nægilega vel gætt á Alþingi. Þeir tiltölulega fáu þingmenn sem þéttbýlið hefur verða að beita sér betur fyrir sína kjósendur. Það er eins og fulltrúar þéttbýlisins koðni niður þegar þeir koma á þing og allir verða vinir á kaffistofunni. Meirihlutinn, þ.e. landsbyggðin, ræður mestu. Ekki fulltrúar meirihluta þjóðarinnar á SV-horninu. Það heyrist helst frá þéttbýlisþingmönnum rétt fyrir kosningar. Þá allt í einu dúkka þeir upp í fjölmiðlum á hverjum degi. Að sjálfsögðu er landið allt ein heild og þéttbýli og landsbyggð þurfa að vinna vel saman. En þegar litið er yfir síðustu áratugi sést greinilega hvað hallað hefur á hagsmuni skattgreiðenda og neytenda á SV-horninu. Hér á eftir eru nokkrir liðir þar sem hagsmuna okkar á SV-horninu hefur ekki verið nægilega vel gætt: Við þurfum lágt matvælaverð og fjölbreytt matvæli. Það eru strangar innflutningshömlur á landbúnaðarafurðum og það sem leyft er að flytja inn er sumt ofurskattað til að vernda íslenska framleiðslu. Við þurfum stöðuga mynt og lága vexti á skuldir okkar. Heimilin berjast nú við ógnvænlegan skuldavanda meðal annars vegna verðtryggðra lána. Nærri 30.000 okkar eru á vanskilaskrá og tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í sínum fasteignum og sjá fram á stökkbreytt lán og afborganir næstu áratugi. Landinu er haldið utan við ESB og evruna til að vernda landbúnaðinn og sjávarútveginn sem að vísu er á misskilningi byggt og á ekki að gera með þeim hætti sem gert hefur verið. Við sitjum uppi með einn dýrasta landbúnað í heimi án þess að hafa efni á því. Varðandi sjávarútveginn er útlit fyrir að samningar um hann verði þess eðlis að við getum vel við unað, en það er að sjálfsögðu úrslitaatriði. Það felast líka mikil tækifæri í því fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn að við göngum í ESB. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu því ekki andvíg. Við kunnum sjávarútveg ágætlega og getum vaxið erlendis ef tækifærin væru opnari. Við sitjum uppi með að vera áhrifalaus í EES en taka samt við regluverkinu. Við sitjum uppi með ónýta krónu sem er ekki gjaldgeng, en það er meginhlutverk gjaldmiðla að vera gjaldgengir og halda verðgildi sínu. Óstöðugleiki krónunnar leiddi til þess að verðtrygging var tekin upp sem núna hefur gert tugi þúsunda Íslendinga eignalausa og ofurskuldsetta. Vextir í krónunni eru óbærilegir sem drepur niður fyrirtæki og heimili. Við þurfum evruna, trausta alþjóðlega gjaldgenga mynt, sem heldur verðgildi sínu sæmilega. Með evrunni kemur stöðugleiki, lág verðbólga og lágir vextir. Við þurfum lægri skatta. Skattar eru orðnir það háir að það kemur hart niður á fólki og fyrirtækjum. Ofurskattarnir eru hamlandi fyrir vöxt fyrirtækja og minnka það sem heimili og fyrirtæki hafa til ráðstöfunar. Hluti skattanna gengur frá þéttbýlinu á SV-horninu út á land til landbúnaðar, samgangna og fleira. Það er eðlilegt að vissu marki, en það hefur verið gengið allt of langt í því efni. Við þurfum að taka á óráðsíunni og lækka svo skattana. Við þurfum góð atvinnutækifæri sem greiða góð laun. Með inngöngu í ESB og tilkomu evrunnar myndu nýju útflutningsatvinnugreinarnar, svo sem Marel, Össur og Actavis að ógleymdri ferðamannaþjónustu, vaxa hraðar og dafna í stað þess að flýja land. Með því að taka á landbúnaðaróráðsíunni, ganga í ESB og taka upp evruna myndi ráðstöfunarfé heimila í þéttbýlinu aukast um 50 til 100 kr. á mánuði þegar fram í sækir, en það tekur tíma að koma fram. Það þarf raunhæfari lausnir, það nægir ekki að segjast bara vilja lækka skatta. Það þarf að segja hvernig það á að gerast. Kjósendur ættu að huga að verulegri endurnýjun fulltrúa á Alþingi og velja til starfa víðsýnt, frjálslynt, öflugt fólk af báðum kynjum. Ekki láta stórar og miklar auglýsingar glepja sig í því efni. Ekki kjósa bara frægt og ríkt fólk þó það geti verið ágætt. Huga að mannkostum, menntun, reynslu og málefnum frambjóðenda. Reykvíkingar, þið eigið leikinn á laugardag.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun