Skoðun

Snjall sími og smá skilaboð

Það er einkum þrennt sem truflar ökumenn við aksturinn og er ekki mikill gaumur gefinn en það er þegar þeir taka hendur af stýrinu, líta af veginum og eru ekki með hugann við aksturinn.

Ökumenn taka hendur af stýri til að sötra kaffi eða gos, borða, snyrta sig, tala í síma, senda sms eða vafra um í snjallsíma, stilla útvarpið eða skipta um geisladisk í spilaranum eða þá lesa af staðsetningarbúnaði til að kanna hvort þeir séu ekki á réttri leið. Allt eru þetta eru dæmi um hegðun sem skerðir athygli ökumanna við akstur.

Erlendar rannsóknir sýna að það veldur 35 prósenta athyglisskerðingu hjá ökumönnum að tala í síma og það er fjórum sinnum líklegra að þeir lendi í alvarlegum umferðarslysum. Einnig sýna rannsóknirnar að sama seinkun verður á viðbrögðum ökumanna við akstur hvort sem talað er í síma með handfrjálsum búnað eða ekki.

Enn fremur skerðist viðbragstími ökumanna að meðaltali um 4,3 sekúndur og svo eru þeir 23 sinnum líklegri til að lenda í umferðarslysi við að senda sms undir stýri.

Greinilegt er að að mörgu þarf að hyggja þegar sest er undir stýri.

Ert þú með athyglina við aksturinn?




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×