Líta falsaða pappíra alvarlegum augum thorunn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 08:00 Börn í skóla Barnaverndarstofa hefur ekki fengið vitneskju um fleiri mál en það sem nú er í rannsókn lögreglu og það sem dæmt var í fyrir fimm árum síðan. fréttablaðið/ „Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki." Fréttir Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki."
Fréttir Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira