Óróar með boðskap 4. desember 2012 00:01 Raven Design Hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson hafa hannað og framleitt jólaóróa úr viði og plexígleri undir heitinu Raven Design frá árinu 2004. Nýr jólaórói verður til á hverju ári og sá nýjasti heitir Jólasnjór. „Það eru alltaf vangaveltur eða saga á bak við óróana. Árið 2009 vorum við til að mynda með Vonarstjörnu til að benda fólki á að horfa fram á við. Ást og englar hét óróinn 2010 til að minna okkur á ástvinina allt um kring. Kærleikur hét óróinn í fyrra og var hann hvatning til að gefa frekar en að þiggja. Jólaóróinn í ár minnir á að hvert snjókorn er einstakt, fallegt og spennandi líkt og mannfólkið," segir Hulda. Í ár sendir fyrirtækið auk þess frá sér jólasveinana þrettán ásamt Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Framleiðslan fer öll fram í Frumkvöðlasetrinu Eldey í Reykjanesbæ. Þar verður ýmislegt fleira til hjá þeim hjónum og er lögun Íslands oftast innblástur að verkunum en margir kannast við glasabakka, ostabakka, kertastjaka og servíettuhringi með Íslandslögun ásamt hrafnahálsmenum úr plexígleri. Föndur Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Á um fimm hundruð þúsund frímerki Jól Þrír sætir Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Heimalagaður jólaís Jól Jólavínarbrauð Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Geir Ólafs kennir jólasveinum að syngja Jól Grýla reið með garði Jól Bakaði vikulega fyrir vinnufélagana Jól
Hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson hafa hannað og framleitt jólaóróa úr viði og plexígleri undir heitinu Raven Design frá árinu 2004. Nýr jólaórói verður til á hverju ári og sá nýjasti heitir Jólasnjór. „Það eru alltaf vangaveltur eða saga á bak við óróana. Árið 2009 vorum við til að mynda með Vonarstjörnu til að benda fólki á að horfa fram á við. Ást og englar hét óróinn 2010 til að minna okkur á ástvinina allt um kring. Kærleikur hét óróinn í fyrra og var hann hvatning til að gefa frekar en að þiggja. Jólaóróinn í ár minnir á að hvert snjókorn er einstakt, fallegt og spennandi líkt og mannfólkið," segir Hulda. Í ár sendir fyrirtækið auk þess frá sér jólasveinana þrettán ásamt Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Framleiðslan fer öll fram í Frumkvöðlasetrinu Eldey í Reykjanesbæ. Þar verður ýmislegt fleira til hjá þeim hjónum og er lögun Íslands oftast innblástur að verkunum en margir kannast við glasabakka, ostabakka, kertastjaka og servíettuhringi með Íslandslögun ásamt hrafnahálsmenum úr plexígleri.
Föndur Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Á um fimm hundruð þúsund frímerki Jól Þrír sætir Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Heimalagaður jólaís Jól Jólavínarbrauð Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Geir Ólafs kennir jólasveinum að syngja Jól Grýla reið með garði Jól Bakaði vikulega fyrir vinnufélagana Jól