Engin jól eins 3. desember 2012 14:00 Halla með tveimur af þremur sonum sínum, Alexander og Atla Þór. Þau ætla að skapa sér nýjar jólahefðir í ár. MYND/GVA Halla Hjördís Eyjólfsdóttir leikskólakennari er ekki vön að halda jól á ákveðinn hátt. Hún hefur haldið jól í þremur löndum, verið að vinna á jólum og nú sér hún fram á enn önnur jól sem verða frábrugðin þeim sem hún hefur áður upplifað. Það má með sanni segja að ég sé ekki föst í einhverjum hefðum," segir Halla Hjördís Eyjólfsdóttir leikskólakennari og hlær. „Fyrstu jólin sem ég man eftir að voru ólík þeim sem ég hafði áður upplifað voru þegar pabbi var að vinna á aðfangadagskvöld en hann var þá matreiðslumeistari á Hótel Esju. Þá var ég um það bil átta ára og ég gleymi þessum jólum aldrei. Við þurftum að fresta hátíðarhöldunum og fórum því í kirkju klukkan sex. Í miðju lagi leið svo yfir eina konuna í kórnum en mamma tók ekki eftir því og hélt áfram að syngja. Ég skammaðist mín svo mikið fyrir hana og ég og bróðir minn potuðum í hana hvað eftir annað og sögðum henni að hætta en hún hélt bara áfram. Svo fórum við heim og fengum að opna einn pakka en í honum voru bara náttföt, þvílík vonbrigði. Pabbi kom síðan heim um hálf níu og mér fannst klukkan vera svakalega margt og var mikið að spá í hvort allir hinir væru búnir að opna pakkana."Vann sjálf á aðfangadagskvöld Þegar Halla var sextán ára fetaði hún í fótspor föður síns og vann á aðfangadagskvöld. „Þá vann ég á Elliheimilinu Grund og var að vinna eiginlega alla hátíðisdagana. Það var öðruvísi en samt gaman og ákveðin stemning í því. Ég man eftir að hafa hlaupið út með mat klukkan sex og heyrt í kirkjuklukkunum óma. Það var mjög skrítið að vera einhvers staðar úti einmitt á þeirri stundu."Jólatréð minna en barnið Halla hefur haldið sín eigin jól síðan 2003 en þá var hún 23 ára og nýflutt til Danmerkur. „Við fluttum út 20. desember og fengum dótið okkar ekki fyrr en á Þorláksmessu. Jólatréð sem við keyptum okkur var svo lítið að það var minna en sonur okkar sem þá var átján mánaða. Auk þess vantaði á það toppinn."Alls konar jól Síðan þá hafa hver jól verið ólík þeim sem á undan hafa farið hjá Höllu og fjölskyldu hennar. Tvenn jól bjó fjölskyldan í Bretlandi, önnur jólin var Halla kasólétt og með fyrirvaraverki en annað barn hennar fæddist þann 29. desember. Hún var svo heima hjá mömmu sinni eftir að hún skildi árið 2010.Nýjar hefðir Jólunum í fyrra eyddi hún með núverandi manni sínum en þau voru þá nýlega byrjuð saman og nú sér fjölskyldan fram á enn ein öðruvísi jól. „Núna verð ég í fæðingarorlofi þannig að þessi jól verða líklega skemmtilega öðruvísi. Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður hjá okkur en við búum okkur líklega til okkar eigin nýju hefðir og leyfum börnunum jafnvel að ákveða hvað á að vera í matinn," segir Halla og bætir því hlæjandi við að hún haldi þó tvær hefðir í heiðri. „Ég hlusta alltaf á útvarpsmessuna og er alltaf með eitthvað ljótt jólaskraut frá mömmu sem ég held upp á yfir borðstofuborðinu." - lbh Jólafréttir Mest lesið Brekkur til að renna sér í Jólin Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Les Facebook og sósuleiðbeiningar Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Heimagerður brjóstsykur Jól
Halla Hjördís Eyjólfsdóttir leikskólakennari er ekki vön að halda jól á ákveðinn hátt. Hún hefur haldið jól í þremur löndum, verið að vinna á jólum og nú sér hún fram á enn önnur jól sem verða frábrugðin þeim sem hún hefur áður upplifað. Það má með sanni segja að ég sé ekki föst í einhverjum hefðum," segir Halla Hjördís Eyjólfsdóttir leikskólakennari og hlær. „Fyrstu jólin sem ég man eftir að voru ólík þeim sem ég hafði áður upplifað voru þegar pabbi var að vinna á aðfangadagskvöld en hann var þá matreiðslumeistari á Hótel Esju. Þá var ég um það bil átta ára og ég gleymi þessum jólum aldrei. Við þurftum að fresta hátíðarhöldunum og fórum því í kirkju klukkan sex. Í miðju lagi leið svo yfir eina konuna í kórnum en mamma tók ekki eftir því og hélt áfram að syngja. Ég skammaðist mín svo mikið fyrir hana og ég og bróðir minn potuðum í hana hvað eftir annað og sögðum henni að hætta en hún hélt bara áfram. Svo fórum við heim og fengum að opna einn pakka en í honum voru bara náttföt, þvílík vonbrigði. Pabbi kom síðan heim um hálf níu og mér fannst klukkan vera svakalega margt og var mikið að spá í hvort allir hinir væru búnir að opna pakkana."Vann sjálf á aðfangadagskvöld Þegar Halla var sextán ára fetaði hún í fótspor föður síns og vann á aðfangadagskvöld. „Þá vann ég á Elliheimilinu Grund og var að vinna eiginlega alla hátíðisdagana. Það var öðruvísi en samt gaman og ákveðin stemning í því. Ég man eftir að hafa hlaupið út með mat klukkan sex og heyrt í kirkjuklukkunum óma. Það var mjög skrítið að vera einhvers staðar úti einmitt á þeirri stundu."Jólatréð minna en barnið Halla hefur haldið sín eigin jól síðan 2003 en þá var hún 23 ára og nýflutt til Danmerkur. „Við fluttum út 20. desember og fengum dótið okkar ekki fyrr en á Þorláksmessu. Jólatréð sem við keyptum okkur var svo lítið að það var minna en sonur okkar sem þá var átján mánaða. Auk þess vantaði á það toppinn."Alls konar jól Síðan þá hafa hver jól verið ólík þeim sem á undan hafa farið hjá Höllu og fjölskyldu hennar. Tvenn jól bjó fjölskyldan í Bretlandi, önnur jólin var Halla kasólétt og með fyrirvaraverki en annað barn hennar fæddist þann 29. desember. Hún var svo heima hjá mömmu sinni eftir að hún skildi árið 2010.Nýjar hefðir Jólunum í fyrra eyddi hún með núverandi manni sínum en þau voru þá nýlega byrjuð saman og nú sér fjölskyldan fram á enn ein öðruvísi jól. „Núna verð ég í fæðingarorlofi þannig að þessi jól verða líklega skemmtilega öðruvísi. Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður hjá okkur en við búum okkur líklega til okkar eigin nýju hefðir og leyfum börnunum jafnvel að ákveða hvað á að vera í matinn," segir Halla og bætir því hlæjandi við að hún haldi þó tvær hefðir í heiðri. „Ég hlusta alltaf á útvarpsmessuna og er alltaf með eitthvað ljótt jólaskraut frá mömmu sem ég held upp á yfir borðstofuborðinu." - lbh
Jólafréttir Mest lesið Brekkur til að renna sér í Jólin Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Les Facebook og sósuleiðbeiningar Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Heimagerður brjóstsykur Jól