Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat 4. desember 2012 13:00 Yairina Rodriguez, matreiðslumaður frá Dóminíska lýðveldinu, ætlar að kynna manninn sinn fyrir íslenskum jólamat líkum þeim sem hún gefur hér uppskrift að. MYND/PJETUR Yairina Rodriguez ætlar að bjóða upp á bæði íslenskan mat á aðfangadagskvöld og mat frá heimalandi sínu, Dóminíska lýðveldinu. Hún gefur hér uppskrift að gæsabollum og gæsasalati sem er forréttur að hennar skapi. Yairina Rodriguez, matreiðslumaður á Forréttabarnum, verður hér á Íslandi yfir jólin í annað sinn. Hún er frá Dóminíska lýðveldinu en hefur búið hérna síðastliðin átta ár. "Ég ætla að kynna manninn minn fyrir íslenskum jólamat," segir Yairina. "Jólahefðir í Dóminíska lýðveldinu eru allt aðrar en íslenskar og matarmenningin sömuleiðis. Þar erum við með hlaðborð á jólunum og borðum mikið af kalkúna- og kjúklingakjöti, purusteik, salati og ávöxtum. Það er þó líkt með löndunum að öll fjölskyldan hittist og borðar saman." Í ár ætlar Yairina að hafa dóminískan og íslenskan mat á jólaborðinu. "Ég ætla að vera með hefðbundinn mat að heiman og líka graflax, hamborgarhrygg, hangikjöt og sykurbrúnaðar kartöflur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Yairina og hlær.Gæsabollur og reykt gæsasalat ásamt rauðrófurúllu með piparostakremi, blómkálsmauki og bláberjasósu.Gæsabollur½ gæsabringa1 tsk. timjan (ferskt, nota bara laufin)1-2 msk. hveiti1 msk. ólífuolía2 msk. steinseljuraspur (brauðteningar + steinselja, sett í blandara)salt og piparBringan hökkuð í matreiðsluvél ásamt hveiti, timjan, ólífuolíu, salti og pipar eftir smekk. Mótað í bollur. steikt í olíu og smjöri í 2-3 mínútur og velt upp úr steinselju.Gæsasalat½ gæsabringa100 g klettasalat1 rauðrófa100 g bygg10 g salthnetur50 g piparostur10 g trönuber200 g smjör100 g sykur½ kanilstöng½ blómkálshaus50 dl mjólkBringan er létt söltuð og sykruð og látin standa í kæli í tvær klukkustundir. Sett í reyk með hickory-spæni (reykspæni) í álbakka á grilli í 15-20 mínútur. Kláruð í ofni á 160°C í 6-8 mínútur og látin hvíla og kæld. Því næst er hún skorin í þunnar sneiðar og sett á disk ásamt trönuberjum, salthnetum, klettasalati og soðnu byggi.Rauðrófu og piparosturSkerið rauðrófur í þunnar sneiðar, (helst í áleggshníf) og rúllið þeim upp með piparostakremi.BláberjasósaBláber, sykur og kanilstöng soðin saman í fimm mínútur.BlómkálsmaukBlómkál bakað í ofni með smjöri og olíu í tuttugu mínútur á 160 °C.Blómkálið maukað í matreiðsluvél með salti og pipar og volgri mjólk. -lbh Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Svona gerirðu graflax Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Passar að jólin týnist ekki Jól
Yairina Rodriguez ætlar að bjóða upp á bæði íslenskan mat á aðfangadagskvöld og mat frá heimalandi sínu, Dóminíska lýðveldinu. Hún gefur hér uppskrift að gæsabollum og gæsasalati sem er forréttur að hennar skapi. Yairina Rodriguez, matreiðslumaður á Forréttabarnum, verður hér á Íslandi yfir jólin í annað sinn. Hún er frá Dóminíska lýðveldinu en hefur búið hérna síðastliðin átta ár. "Ég ætla að kynna manninn minn fyrir íslenskum jólamat," segir Yairina. "Jólahefðir í Dóminíska lýðveldinu eru allt aðrar en íslenskar og matarmenningin sömuleiðis. Þar erum við með hlaðborð á jólunum og borðum mikið af kalkúna- og kjúklingakjöti, purusteik, salati og ávöxtum. Það er þó líkt með löndunum að öll fjölskyldan hittist og borðar saman." Í ár ætlar Yairina að hafa dóminískan og íslenskan mat á jólaborðinu. "Ég ætla að vera með hefðbundinn mat að heiman og líka graflax, hamborgarhrygg, hangikjöt og sykurbrúnaðar kartöflur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Yairina og hlær.Gæsabollur og reykt gæsasalat ásamt rauðrófurúllu með piparostakremi, blómkálsmauki og bláberjasósu.Gæsabollur½ gæsabringa1 tsk. timjan (ferskt, nota bara laufin)1-2 msk. hveiti1 msk. ólífuolía2 msk. steinseljuraspur (brauðteningar + steinselja, sett í blandara)salt og piparBringan hökkuð í matreiðsluvél ásamt hveiti, timjan, ólífuolíu, salti og pipar eftir smekk. Mótað í bollur. steikt í olíu og smjöri í 2-3 mínútur og velt upp úr steinselju.Gæsasalat½ gæsabringa100 g klettasalat1 rauðrófa100 g bygg10 g salthnetur50 g piparostur10 g trönuber200 g smjör100 g sykur½ kanilstöng½ blómkálshaus50 dl mjólkBringan er létt söltuð og sykruð og látin standa í kæli í tvær klukkustundir. Sett í reyk með hickory-spæni (reykspæni) í álbakka á grilli í 15-20 mínútur. Kláruð í ofni á 160°C í 6-8 mínútur og látin hvíla og kæld. Því næst er hún skorin í þunnar sneiðar og sett á disk ásamt trönuberjum, salthnetum, klettasalati og soðnu byggi.Rauðrófu og piparosturSkerið rauðrófur í þunnar sneiðar, (helst í áleggshníf) og rúllið þeim upp með piparostakremi.BláberjasósaBláber, sykur og kanilstöng soðin saman í fimm mínútur.BlómkálsmaukBlómkál bakað í ofni með smjöri og olíu í tuttugu mínútur á 160 °C.Blómkálið maukað í matreiðsluvél með salti og pipar og volgri mjólk. -lbh
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Svona gerirðu graflax Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Passar að jólin týnist ekki Jól