Ágúst: Verður mjög erfitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2012 07:00 klárar í slaginn Þær Hanna G. Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Dröfn Haraldsdóttir brostu sínu blíðasta í gær.fréttablaðið/stefán Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða leikmenn munu bera uppi heiður Íslands á Evrópumeistaramóti kvenna sem hefst í Serbíu næstu viku. Markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og skyttan Birna Berg Haraldsdóttir misstu sæti sitt í hópnum í lokaniðurskurðinum. Áður höfðu Elísabet Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir lent undir niðurskurðarhnífnum ásamt því að Þorgerður Anna Atladóttir dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum. Einn nýliði er í hópnum og það er hinn 21 árs gamli markvörður FH, Dröfn Haraldsdóttir. „Þetta kom mér á óvart. Ég vissi í fyrstu ekki hvernig ég átti að haga mér enda ótrúlega glöð," sagði brosmild Dröfn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Ég hef stefnt að því lengi að stimpla mig inn í landsliðið. Ég tók smá áhættu að fara í FH sem hafði lent í neðsta sæti árið áður. Þarna fæ ég mikið að spila, umgjörðin er flott og ég hef tekið framförum." Landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór viðurkenndi að það hefði verið óvenju erfitt að velja hópinn að þessu sinni enda úr stórum hópi góðra leikmanna að velja. „Það var um margt að hugsa og valið erfitt. Markmannsstaðan var flókin enda með fjóra jafna markverði. Örvhenta staðan var líka erfið enda með marga gæðaleikmenn þar," sagði Ágúst en hann er alls óhræddur við að taka óreyndan markvörð með út. „Hún hefur staðið sig frábærlega í deildinni sem og á æfingum með okkur. Hún spilaði líka vel í æfingaleik um helgina. Ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér og velja þá leikmenn sem standa sig best á æfingum. Ég hef fulla trú á Dröfn." Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í liðið en hún er tiltölulega nýbyrjuð að spila aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Ramune Pekarskyte er einnig valin en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Báðar léku þær undir stjórn þjálfarans hjá norska liðinu Levanger og hann þekkir þær því vel. „Ramune er gríðarlega sterk. Hún kemur með aðra vídd í sóknarleikinn hjá okkur og við ættum að geta fengið auðveldari mörk utan af velli. Hún er ekta skytta og okkur hefur oft vantað mörk af níu til tíu metra færi," sagði Ágúst en hann hefur ekki áhyggjur af Rakel þó svo hún sé nýbyrjuð að spila á ný. „Hún er reyndur leikmaður og hefur staðið sig vel síðan hún sneri aftur. Þær Karen eru góð blanda á miðjunni og svo er hún sterk í vörn. Það var aldrei spurning um að velja þær báðar." Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli og ekki margir sem hafa trú á því að liðið komist upp úr honum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fara upp úr riðlinum. Við vitum að það verður gríðarlega erfitt en það væri metnaðarleysi að stefna ekki að því. Ég hef ágætis trú á að það geti gengið upp en við þurfum þá á öllu okkar að halda. Við verðum að spila vel og agað á báðum endum vallarins. Ef við náum því þá trúi ég að við komum á óvart, förum upp úr riðlinum og gerum jafnvel eitthvað meira." Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða leikmenn munu bera uppi heiður Íslands á Evrópumeistaramóti kvenna sem hefst í Serbíu næstu viku. Markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og skyttan Birna Berg Haraldsdóttir misstu sæti sitt í hópnum í lokaniðurskurðinum. Áður höfðu Elísabet Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir lent undir niðurskurðarhnífnum ásamt því að Þorgerður Anna Atladóttir dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum. Einn nýliði er í hópnum og það er hinn 21 árs gamli markvörður FH, Dröfn Haraldsdóttir. „Þetta kom mér á óvart. Ég vissi í fyrstu ekki hvernig ég átti að haga mér enda ótrúlega glöð," sagði brosmild Dröfn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Ég hef stefnt að því lengi að stimpla mig inn í landsliðið. Ég tók smá áhættu að fara í FH sem hafði lent í neðsta sæti árið áður. Þarna fæ ég mikið að spila, umgjörðin er flott og ég hef tekið framförum." Landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór viðurkenndi að það hefði verið óvenju erfitt að velja hópinn að þessu sinni enda úr stórum hópi góðra leikmanna að velja. „Það var um margt að hugsa og valið erfitt. Markmannsstaðan var flókin enda með fjóra jafna markverði. Örvhenta staðan var líka erfið enda með marga gæðaleikmenn þar," sagði Ágúst en hann er alls óhræddur við að taka óreyndan markvörð með út. „Hún hefur staðið sig frábærlega í deildinni sem og á æfingum með okkur. Hún spilaði líka vel í æfingaleik um helgina. Ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér og velja þá leikmenn sem standa sig best á æfingum. Ég hef fulla trú á Dröfn." Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í liðið en hún er tiltölulega nýbyrjuð að spila aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Ramune Pekarskyte er einnig valin en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Báðar léku þær undir stjórn þjálfarans hjá norska liðinu Levanger og hann þekkir þær því vel. „Ramune er gríðarlega sterk. Hún kemur með aðra vídd í sóknarleikinn hjá okkur og við ættum að geta fengið auðveldari mörk utan af velli. Hún er ekta skytta og okkur hefur oft vantað mörk af níu til tíu metra færi," sagði Ágúst en hann hefur ekki áhyggjur af Rakel þó svo hún sé nýbyrjuð að spila á ný. „Hún er reyndur leikmaður og hefur staðið sig vel síðan hún sneri aftur. Þær Karen eru góð blanda á miðjunni og svo er hún sterk í vörn. Það var aldrei spurning um að velja þær báðar." Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli og ekki margir sem hafa trú á því að liðið komist upp úr honum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fara upp úr riðlinum. Við vitum að það verður gríðarlega erfitt en það væri metnaðarleysi að stefna ekki að því. Ég hef ágætis trú á að það geti gengið upp en við þurfum þá á öllu okkar að halda. Við verðum að spila vel og agað á báðum endum vallarins. Ef við náum því þá trúi ég að við komum á óvart, förum upp úr riðlinum og gerum jafnvel eitthvað meira."
Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira