Skattalækkanir Halldór Árnason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15 Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega.
Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15
Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun