Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar 23. nóvember 2024 13:15 Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun