Að sýna náunganum væntumþykju Guðný Ósk Laxdal skrifar 4. desember 2012 06:00 Samfélagið okkar á mikið eftir að þróast þegar kemur að andlegri líðan. Andleg heilsa er eitthvað sem má ekki ræða, leyndarmál og eitthvað skömmustulegt. Þegar einstaklingar verða fyrir andlegum vandamálum, líður illa eða er boðið að fara eitthvað út en komast ekki er því ævinlega borið við að um einhvers konar líkamlega vanlíðan sé að ræða. Höfuðverkur eða magaverkur er vinsæl afsökun. Hefurðu nokkurn tímann heyrt einhvern segja að hann komist ekki út af því hann sé þunglyndur, líði illa eða að það sé erfitt á heimilinu? Af hverju er svona erfitt fyrir okkur að tjá okkur um andleg málefni? Rannsóknir sýna að flest lendum við í einhvers konar sálarflækju á lífsleiðinni, samt er alltaf mun þægilegra að ræða um líkamleg vandamál en andlega vanlíðan. Andleg vanlíðan gerir það oft að verkum að einstaklingur dregur sig til hlés, tekur ekki þátt í því sem hann vanalega gerði, talar ekki mikið og sýnir lítið frumkvæði. Margir hverjir taka lítið eftir þegar svona kemur fyrir, jafnvel nánir vinir. Það virðist vera sem svo að friðhelgi einkalífsins sé orðin svo mikil að við séum dauðhrædd við að spyrja fólk um eitthvað sem gæti móðgað það. Við viljum ekki vera að hnýsast. En af hverju er það? Slúðurblöð heimsins seljast eins og heitar lummur og í þeim er að finna smáatriði um fræga fólkið sem teljast mjög persónuleg. Af hverju er í lagi að lesa þetta og ræða í daglegu tali, en þegar málið snýr að einhverjum sem stendur nær okkur, vinnufélaga, bekkjarsystkini eða vini, þá er þetta allt voða „privat“? Börnin okkar eru framtíðin. Erum við að passa upp á að hvert barn fái hamingjusama æsku og góðan grunn fyrir lífið? Því miður er það ekki svo að mínu mati. Í íslenskum lögum ríkir tilkynningarskylda, okkur er öllum skylt, almenningi jafnt sem fagaðilum, að tilkynna til Barnaverndarstofu ef grunur ríkir um ofbeldi gagnvart börnum. Barnaverndarnefnd telur að þessari skyldu sé illa framfylgt. Fólk virðist vera svo hrætt við afleiðingar þess að tilkynna. Margir afsaka sig með því að hugsa: „Kannski er ég að skilja aðstæður rangt, kannski var þetta bara eitt skipti.“ Skiptir það máli? Hugsum frekar hvað ef við skildum aðstæður rétt, hvað ef þetta var eitt skipti af mörgum. Hvernig erum við að passa upp á gott samfélag með því að afneita vandamálum? Enginn er fullkominn, við þurfum öll leiðsögn í lífinu. Barnauppeldi er eitt stærsta verkefni lífsins, og leiðsögn á því sviði ætti því að vera af hinu góða. Samt sem áður viljum við ekki skipta okkur af þegar við sjáum eitthvað sem okkur finnst vera rangt. Ef við sjáum áverka á fólki sem við erum með dags daglega, spyrjum við hvað kom fyrir? Trúum við sögum sem virðast frekar ólíklegar, tökum við eftir því þegar fólk hikar við frásögnina, dregur sig í hlé og gengur með veggjum. Tökum við kannski eftir því en hugsum ekki meira um það eða er okkur sama? Er ekki betra að reyna að ná til fólks sem er hlédrægt, og spyrjast fyrir á vinalegan hátt? Tilkynna grun okkar þegar við finnum fyrir honum. Við eigum að geta nýtt okkur nafnleynd þegar kemur að tilkynningum og óttast ekki afleiðingar gjörða okkar. Fórnarlömb alls konar ofbeldis ættu líka að eiga auðveldara með að koma fram og leita sér hjálpar. Það virðist vera mjög inngróið í samfélagið að það að verða fyrir ofbeldi, í hvaða formi sem er, sé eitthvað skömmustulegt og aumingjaskapur. Við tjáum okkur lítið um það, það er óþægilegt umræðuefni og því er betra að hafa það bara fyrir sig. En við ættum að geta talað við þá sem eru næstir okkur, ættum að hafa auðveldan aðgang að hjálp og stuðningi. Margir hugsa örugglega að við eigum alveg nóg með okkur sjálf og okkar eigið líf. En er það svo? Ég er ekki að tala um að við eigum að yfirheyra fólk þegar það á slæman dag, heldur að þegar við tökum eftir því að fólkið í kringum okkur er búið að breytast algjörlega, eða virðist alltaf vera að eiga slæman dag, að við gerum eitthvað í því. Reynum að ná til þessara einstaklinga og hjálpa þeim á einhvern hátt. Því jú, við viljum láta koma fram við okkur á þann hátt. Hjálpumst að við að gera heiminn að betri stað með vinsemd og umhyggju hvert fyrir öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar á mikið eftir að þróast þegar kemur að andlegri líðan. Andleg heilsa er eitthvað sem má ekki ræða, leyndarmál og eitthvað skömmustulegt. Þegar einstaklingar verða fyrir andlegum vandamálum, líður illa eða er boðið að fara eitthvað út en komast ekki er því ævinlega borið við að um einhvers konar líkamlega vanlíðan sé að ræða. Höfuðverkur eða magaverkur er vinsæl afsökun. Hefurðu nokkurn tímann heyrt einhvern segja að hann komist ekki út af því hann sé þunglyndur, líði illa eða að það sé erfitt á heimilinu? Af hverju er svona erfitt fyrir okkur að tjá okkur um andleg málefni? Rannsóknir sýna að flest lendum við í einhvers konar sálarflækju á lífsleiðinni, samt er alltaf mun þægilegra að ræða um líkamleg vandamál en andlega vanlíðan. Andleg vanlíðan gerir það oft að verkum að einstaklingur dregur sig til hlés, tekur ekki þátt í því sem hann vanalega gerði, talar ekki mikið og sýnir lítið frumkvæði. Margir hverjir taka lítið eftir þegar svona kemur fyrir, jafnvel nánir vinir. Það virðist vera sem svo að friðhelgi einkalífsins sé orðin svo mikil að við séum dauðhrædd við að spyrja fólk um eitthvað sem gæti móðgað það. Við viljum ekki vera að hnýsast. En af hverju er það? Slúðurblöð heimsins seljast eins og heitar lummur og í þeim er að finna smáatriði um fræga fólkið sem teljast mjög persónuleg. Af hverju er í lagi að lesa þetta og ræða í daglegu tali, en þegar málið snýr að einhverjum sem stendur nær okkur, vinnufélaga, bekkjarsystkini eða vini, þá er þetta allt voða „privat“? Börnin okkar eru framtíðin. Erum við að passa upp á að hvert barn fái hamingjusama æsku og góðan grunn fyrir lífið? Því miður er það ekki svo að mínu mati. Í íslenskum lögum ríkir tilkynningarskylda, okkur er öllum skylt, almenningi jafnt sem fagaðilum, að tilkynna til Barnaverndarstofu ef grunur ríkir um ofbeldi gagnvart börnum. Barnaverndarnefnd telur að þessari skyldu sé illa framfylgt. Fólk virðist vera svo hrætt við afleiðingar þess að tilkynna. Margir afsaka sig með því að hugsa: „Kannski er ég að skilja aðstæður rangt, kannski var þetta bara eitt skipti.“ Skiptir það máli? Hugsum frekar hvað ef við skildum aðstæður rétt, hvað ef þetta var eitt skipti af mörgum. Hvernig erum við að passa upp á gott samfélag með því að afneita vandamálum? Enginn er fullkominn, við þurfum öll leiðsögn í lífinu. Barnauppeldi er eitt stærsta verkefni lífsins, og leiðsögn á því sviði ætti því að vera af hinu góða. Samt sem áður viljum við ekki skipta okkur af þegar við sjáum eitthvað sem okkur finnst vera rangt. Ef við sjáum áverka á fólki sem við erum með dags daglega, spyrjum við hvað kom fyrir? Trúum við sögum sem virðast frekar ólíklegar, tökum við eftir því þegar fólk hikar við frásögnina, dregur sig í hlé og gengur með veggjum. Tökum við kannski eftir því en hugsum ekki meira um það eða er okkur sama? Er ekki betra að reyna að ná til fólks sem er hlédrægt, og spyrjast fyrir á vinalegan hátt? Tilkynna grun okkar þegar við finnum fyrir honum. Við eigum að geta nýtt okkur nafnleynd þegar kemur að tilkynningum og óttast ekki afleiðingar gjörða okkar. Fórnarlömb alls konar ofbeldis ættu líka að eiga auðveldara með að koma fram og leita sér hjálpar. Það virðist vera mjög inngróið í samfélagið að það að verða fyrir ofbeldi, í hvaða formi sem er, sé eitthvað skömmustulegt og aumingjaskapur. Við tjáum okkur lítið um það, það er óþægilegt umræðuefni og því er betra að hafa það bara fyrir sig. En við ættum að geta talað við þá sem eru næstir okkur, ættum að hafa auðveldan aðgang að hjálp og stuðningi. Margir hugsa örugglega að við eigum alveg nóg með okkur sjálf og okkar eigið líf. En er það svo? Ég er ekki að tala um að við eigum að yfirheyra fólk þegar það á slæman dag, heldur að þegar við tökum eftir því að fólkið í kringum okkur er búið að breytast algjörlega, eða virðist alltaf vera að eiga slæman dag, að við gerum eitthvað í því. Reynum að ná til þessara einstaklinga og hjálpa þeim á einhvern hátt. Því jú, við viljum láta koma fram við okkur á þann hátt. Hjálpumst að við að gera heiminn að betri stað með vinsemd og umhyggju hvert fyrir öðru.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar