Ocean á plötu ársins 6. desember 2012 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean á plötu ársins samkvæmt erlendum árslistum.nordicphotos/getty Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira