Útrýmum kynbundu ofbeldi! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun