Ísland er ódýrast Norðurlanda Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Síðastliðinn mánudag fjallaði Ríkissjónvarpið um skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Fréttin var um að verðlag hefði hækkað meira hér á landi árin 2005-2011 en í hinum norrænu ríkjunum. Fréttin gaf að mörgu leyti villandi mynd af inntaki skýrslunnar þar sem ekki var fjallað um tvö lykilatriði hennar. Hið fyrra er sú staðreynd að langstærsti hluti hækkunarinnar varð vegna hrunsins og átti sér stað á árabilinu 2007-2009. Þá hækkaði verð á þeirri vöru og þjónustu sem könnunin nær til um 26%. Meginskýringin er sú að á þessu tímabili hrundi gjaldmiðill okkar og allur innflutningur og aðföng urðu miklu dýrari. Skýrslan sýnir svart á hvítu hversu kostnaðarsamt það er fyrir almenning í landinu að búa við krónuna eins og Samfylkingin hefur lengi bent á. Gengi gjaldmiðilsins hrundi ekki hjá hinum norrænu ríkjunum. Á valdatíma ríkisstjórnarinnar 2009 til 2011 sést að hækkunin er langtum minni eða um 9,6%. Aftur endurspegla þessar verðhækkanir að miklu leyti verðbólguna sem krónan skapar með óstöðugleika sínum. En hið ánægjulega er að eftir að ríkisstjórn mín tók við hefur tekist að draga verulega úr verðhækkunum. Seinna atriðið sem ekki er fjallað um í fréttinni er veigameira og breytir í raun algerlega þeirri mynd sem dregin var upp. Í skýrslunni er ágætlega fjallað um það hvernig bera eigi saman verð í mismunandi löndum. Sagt er skýrum stöfum að það eigi að bera verð saman á svokölluðu jafnvirðisgengi sem er iðulega gert þegar lönd eru borin saman. Þá er tekið tillit til mismunandi kaupmáttar gjaldmiðilsins á hverjum stað. Í þessum samanburði er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að Ísland sé „ódýrast Norðurlandanna ásamt Finnum þegar kemur að matarkörfunni“. Og sé litið til allrar vöru og þjónustu sem könnunin náði til er „Ísland ódýrast Norðurlandanna“. Á þessar staðreyndir var ekki minnst einu orði í fréttinni. Að lokum vil ég minnast á enn aðra áhugaverða staðreynd sem kemur fram í þessari ágætu skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún er sú að á Norðurlöndunum eru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu lægstir á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn mánudag fjallaði Ríkissjónvarpið um skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Fréttin var um að verðlag hefði hækkað meira hér á landi árin 2005-2011 en í hinum norrænu ríkjunum. Fréttin gaf að mörgu leyti villandi mynd af inntaki skýrslunnar þar sem ekki var fjallað um tvö lykilatriði hennar. Hið fyrra er sú staðreynd að langstærsti hluti hækkunarinnar varð vegna hrunsins og átti sér stað á árabilinu 2007-2009. Þá hækkaði verð á þeirri vöru og þjónustu sem könnunin nær til um 26%. Meginskýringin er sú að á þessu tímabili hrundi gjaldmiðill okkar og allur innflutningur og aðföng urðu miklu dýrari. Skýrslan sýnir svart á hvítu hversu kostnaðarsamt það er fyrir almenning í landinu að búa við krónuna eins og Samfylkingin hefur lengi bent á. Gengi gjaldmiðilsins hrundi ekki hjá hinum norrænu ríkjunum. Á valdatíma ríkisstjórnarinnar 2009 til 2011 sést að hækkunin er langtum minni eða um 9,6%. Aftur endurspegla þessar verðhækkanir að miklu leyti verðbólguna sem krónan skapar með óstöðugleika sínum. En hið ánægjulega er að eftir að ríkisstjórn mín tók við hefur tekist að draga verulega úr verðhækkunum. Seinna atriðið sem ekki er fjallað um í fréttinni er veigameira og breytir í raun algerlega þeirri mynd sem dregin var upp. Í skýrslunni er ágætlega fjallað um það hvernig bera eigi saman verð í mismunandi löndum. Sagt er skýrum stöfum að það eigi að bera verð saman á svokölluðu jafnvirðisgengi sem er iðulega gert þegar lönd eru borin saman. Þá er tekið tillit til mismunandi kaupmáttar gjaldmiðilsins á hverjum stað. Í þessum samanburði er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að Ísland sé „ódýrast Norðurlandanna ásamt Finnum þegar kemur að matarkörfunni“. Og sé litið til allrar vöru og þjónustu sem könnunin náði til er „Ísland ódýrast Norðurlandanna“. Á þessar staðreyndir var ekki minnst einu orði í fréttinni. Að lokum vil ég minnast á enn aðra áhugaverða staðreynd sem kemur fram í þessari ágætu skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún er sú að á Norðurlöndunum eru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu lægstir á Íslandi.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar