Byggt á hljóðmúrsgrunni Björn Teitsson skrifar 12. desember 2012 13:00 Tónlist. Dream Central Station. Dream Central Station. Kimi Records. "Dream Central Station er reykvísk hljómsveit sem spilar rokk og ról." Um það bil þannig er dúettnum Dream Central Station lýst á tónlistarvefnum gogoyoko. Og það þarf í raun ekkert meira. Dream Central Station spilar berstrípað rokk, í einföldum töktum með háværum gítarmelódíum. Hér er á ferðinni hljómsveit sem byggir á hljóðmúrsgrunni Velvet Underground, Phil Spector, The Jesus & Mary Chain, Spacemen 3 og, síðast ekki síst, íslensku sveitarinnar Singapore Sling. Forsprakki dúettsins Dream Central Station er Hallberg Daði Hallbergsson, eða "Hashi" eins og hann kallar sig. Hann gerði garðinn fyrst frægan með táningasveitinni Jakobínarínu en það kemur ef til vill ekki á óvart að hann hefur síðan eytt drjúgum hluta ferils síns sem tónlistarmaður sem gítarleikari Singapore Sling. Hinn helmingur dúettsins er Elsa María Blöndal, sem hefur getið sér gott orð fyrir söng í dúettnum Go-Go Darkness. Þessi samnefndi frumburður dúettsins inniheldur níu frumsamin lög, auk þess sem flutt er lagið Feel So Good eftir Íslandsvininn Anton Newcombe. Eins og áður segir þá er Dream Central Station að vinna á áður þekktum grunni, í raun innan ákveðinnar hugmynda-og fagurfræði sem þessi tegund rokktónlistar er. Það kemur fátt á óvart, en í þessu tilfelli er það ekki neikvætt á nokkurn hátt. Platan er þægileg í hlustun, og minnir um margt á rólegri plötur Jesus & Mary Chain, sem er í fínu lagi. Sterkustu lögin eru I'm All on My Own, Looking For a Better Maybe, Let the Rain (Wash Over Me) og Honey. Dream Central Station geta verið stolt af þessari frumraun, þó tónlistin sé væntanlega ekki allra. Því má þó bæta við að þeir sem eru hræddir við hávaða þurfa í raun lítið að óttast, hávaðinn felst aðallega í því að frjálslega er farið með "fuzz effekta." Sem er kúl. Niðurstaða: Dúett sem púllar að vera með sólgleraugu innandyra með flotta plötu.Dream Central Station “Það kemur fátt á óvart, en í þessu tilfelli er það ekki neikvætt á nokkurn hátt.“ Gagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Dream Central Station. Dream Central Station. Kimi Records. "Dream Central Station er reykvísk hljómsveit sem spilar rokk og ról." Um það bil þannig er dúettnum Dream Central Station lýst á tónlistarvefnum gogoyoko. Og það þarf í raun ekkert meira. Dream Central Station spilar berstrípað rokk, í einföldum töktum með háværum gítarmelódíum. Hér er á ferðinni hljómsveit sem byggir á hljóðmúrsgrunni Velvet Underground, Phil Spector, The Jesus & Mary Chain, Spacemen 3 og, síðast ekki síst, íslensku sveitarinnar Singapore Sling. Forsprakki dúettsins Dream Central Station er Hallberg Daði Hallbergsson, eða "Hashi" eins og hann kallar sig. Hann gerði garðinn fyrst frægan með táningasveitinni Jakobínarínu en það kemur ef til vill ekki á óvart að hann hefur síðan eytt drjúgum hluta ferils síns sem tónlistarmaður sem gítarleikari Singapore Sling. Hinn helmingur dúettsins er Elsa María Blöndal, sem hefur getið sér gott orð fyrir söng í dúettnum Go-Go Darkness. Þessi samnefndi frumburður dúettsins inniheldur níu frumsamin lög, auk þess sem flutt er lagið Feel So Good eftir Íslandsvininn Anton Newcombe. Eins og áður segir þá er Dream Central Station að vinna á áður þekktum grunni, í raun innan ákveðinnar hugmynda-og fagurfræði sem þessi tegund rokktónlistar er. Það kemur fátt á óvart, en í þessu tilfelli er það ekki neikvætt á nokkurn hátt. Platan er þægileg í hlustun, og minnir um margt á rólegri plötur Jesus & Mary Chain, sem er í fínu lagi. Sterkustu lögin eru I'm All on My Own, Looking For a Better Maybe, Let the Rain (Wash Over Me) og Honey. Dream Central Station geta verið stolt af þessari frumraun, þó tónlistin sé væntanlega ekki allra. Því má þó bæta við að þeir sem eru hræddir við hávaða þurfa í raun lítið að óttast, hávaðinn felst aðallega í því að frjálslega er farið með "fuzz effekta." Sem er kúl. Niðurstaða: Dúett sem púllar að vera með sólgleraugu innandyra með flotta plötu.Dream Central Station “Það kemur fátt á óvart, en í þessu tilfelli er það ekki neikvætt á nokkurn hátt.“
Gagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira